Ólöf K. Sigurðardóttir, Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnarson. Ljósmynd: Áslaug Guðrúnardóttir.

Samið við Matstofu Frú Laugu í Hafnarhúsi

Ólöf K. Sigurðardóttir, Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnarson. Ljósmynd: Áslaug Guðrúnardóttir.

Samið við Matstofu Frú Laugu í Hafnarhúsi

Í dag, á alþjóðlega safnadaginn, undirrituðu safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K. Sigurðardóttir, og eigendur frú Laugu, Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnarson, samning um rekstur veitingastaðar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu

Matstofa Frú Laugu mun innan skamms bjóða upp á hollan og girnilegan mat í hádeginu, gott ítalskt kaffi og fleira góðgæti. Það er fengur að því fyrir safnið að fá svo metnaðarfullan rekstraraðila til þess að sjá um veitingarekstur í Hafnarhúsinu.