Ef lýsa ætti myrkva

Síðasti dagur sýningarinnar Ef lýsa ætti myrkva með verkum Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur og Ásmundar Sveinssonar er sunnudagurinn 3. október.

Í sýningunni á Sirra Sigrún í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar og bygginguna sjálfa. Verk Sirru eru kosmísk í eðli sínu og tengjast gjarnan inn á vangaveltur um stöðu okkar inni í gangverki náttúrunnar, eðlisfræðinnar og þeirra afla sem halda heiminum gangandi. Þau framkalla oft stöðu okkar sem einstaklinga, vægi okkar og smæð þar sem hið smáa er sett í samhengi við það stærra og merking er yfirfærð frá einu fyrirbæri yfir á annað svo úr verður ný skynjun, ný sýn.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0