Eva Ísleifs og Rebecca Erin Moran

Leiðsögn listamanna – Iðavöllur:
Eva Ísleifs og Rebecca Erin Moran
Laugardag 12. júní kl. 14.00 í Hafnarhúsi

Leiðsögn með Evu Ísleifs og Rebeccu Erin Moran sem eiga verk á sýningunni Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Yfirskrift sýningarinnar er Iðavöllur. Titillinn er fengið að láni úr Völuspá og kemur þar tvisvar við sögu. Iðavöllur er staðurinn þar sem æsir hittast við frumsköpun heimsins og koma síðan aftur saman á eftir Ragnarök til þess að skapa nýja heimsmynd. Hafnarhúsið tekur á sig hlutverk slíks Iðavallar sem vettvangur skapandi listamanna í hringiðu umbreytinga við upphaf nýrrar þúsaldar.

Eva Ísleifs (f. 1982) hefur aðsetur bæði í Reykjavík og í Aþenu. Hún útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og lauk MA prófi í skúlptúr frá Listaháskóla Edinborgar árið 2010. Árið 2016 stofnaði hún, í samvinnu við N. Niederhauser og Z. Hatziyannaki, A – DASH, sem er listamannarekið sýningar- og stúdíórými í Aþenu. Þar hefur hún stýrt verkefnum og alþjóðlegir listamenn dvalið. Eva er auk þess meðstofnandi og skipuleggjandi Staðir/Places á Vestfjörðum.

Rebecca Erin Moran (Hún/hán, f. 1976), er kynsegin amerísk-íslenskur listamaður sem býr á milli Reykjavíkur og Berlínar. Frá útskrift hefur Rebecca haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi, Evrópu og í Norður Ameríku. Hán fagnar núningum í tilviljunarkenndum millirýmum og hugmyndinni um hverfugleika og endurtekningu. Til þess notar hán oft innsetningar og efni sem aðlagast yfir tíma, þróast og eru á stöðugri hreyfingu.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Hafnarhúsið 101 Reykjavik

[email protected]


Laugardagurinn 12 júni


CATEGORIES




iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Sólveig Eggerz Pétursdóttir

      Sólveig Eggerz Pétursdóttir

      Sólveig Eggerz Pétursdóttir Sólveig Eggerz Pétursdóttir stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands...
      elina brotherus

      SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR

      SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR

      Pétur Thomsen leiðir gesti um sýninguna Elina Brotherus - Leikreglur, í Listasafni Íslands, sunnudaginn 25. febrúar kl. ...

      Kortakallinn Smári

      Kortakallinn Smári

      Kortakallinn Smári Ómar Smári Kristinsson, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, verður með sýnishorn af vestfirskum kortum ...

      Þóra Einarsdóttir -tónleikar í Hafnarborg –

      Þóra Einarsdóttir -tónleikar í Hafnarborg –

      Þriðjudaginn 6. desember kl. 12 mun sópransöngkonan Þóra Einarsdóttir koma fram á síðustu hádegistónleikum ársins í Hafn...