Glæpasagnahöfundurinn Þráinn Bertelsson og einkavæðing íslensku bankanna

Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku, og Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, halda fyrirlesturinn “Glæpasagnahöfundurinn Þráinn Bertelsson og einkavæðing íslensku bankanna”.

Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Vigdísarstofnunar þann 23. mars.

Spennusagan Dauðans óvissi tími (2004) eftir Þráinn Bertelsson kom út tæpum fjórum árum fyrir gjaldþrot íslensku bankanna 2008 en er samt sem áður eitt af brautryðjendaverkum íslenskra hrunbókmennta. Þarna fléttast tvær frásagnir saman. Annars vegar segir af kaupsýslumanninum Haraldi Rúrikssyni sem kaupir Þjóðbanka Íslands eftir að hafa auðgast af rekstri og sölu bruggverksmiðju í Rússlandi. Hins vegar segir af æskuvinunum Þorgeiri Hákonarsyni og Þormóði Bjarnasyni sem ræna útibú Þjóðbankans við Vesturgötu og skjóta til bana aldraðan sjónarvott að ráninu. Í nýlegu riti um íslenskar hrunbókmenntir heldur Alaric Hall því fram að flestir þeirra íslensku spennusagnahöfunda sem fjalla um hrunið haldi sig innan raunsæishefðarinnar og þó að þeir stingi á ýmsum félagslegum kýlum efist þeir sjaldnast um ágæti hins kapítalíska kerfis eða lýsi öðrum valkostum, enda sé litið „á sérhverja róttæka gagnrýni á samfélagið eða tilraun til að ímynda sér annars konar samfélög sem ‚óraunsæja‘“.  Í fyrirlestrinum verður rætt hvort og hvernig þessi gagnrýni á við um Dauðans óvissa tíma. Ljóst er tilgangur Þráins með því að skrifa söguna var pólitískur og beindist m.a. að þeirri einkavæðingu ríkiseigna sem er einn af hornsteinunum í stefnu nýfrjálshyggjunnar.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

Facebook viðburður

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Innan hennar er stafrækt Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.
Margét II Danadrottning heimsótti Veröld – hús Vigdísar 1. desember og tók þar þátt í dagskrá í tilefni fullveldisafmælis Íslands. Með henni í för voru forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, en það voru þau Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sem tóku á móti þeim og gengu með þeim um hið glæsilega hús tungumálanna.  Mynd: Kristinn Ingvarsson
Vigdís er velgjörðasendiherra tungumála hjá Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er í senn sá fyrsti og eini og hefur sinnt því verkerfni frá árinu 1998. Hún tók meðal annars þátt í að kortleggja tungumál heimsins á fyrstu árunum og fer enn þann daginn í dag öðru hvoru á fundi hjá stofnuninni í París.Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Háskóla Íslands starfar undir formerkjum UNESCO, og segir Vigdís það staðfestingu á því mikilvæga hlutverki sem stofnuninni er ætlað að gegna á heimsvísu. „Að vera undir verndarvæng UNESCO gefur þessu verkefni mikið vægi og má líkja við að vera á heimsminjaskrá, rétt eins og handritin okkar og Þingvellir,“ segir Vigdís. Sjá meira hér
La première Présidente au monde
1980-1996: une femme à la tête de l´Islande
C´est dans un français parfait que Madame La Présidente, Vigdís Finnbogadóttir, nous accueille à son domicile, par une belle journée de Juillet. Vigdís Finnbogadóttir est une fervente défenseur des langues. Elle commence sa carrière en tant que professeur de français au lycée et enseigne plus tard la littérature du théâtre français à l´Université d´Islande… avant de devenir Présidente de l´Islande!  En savoir plus ici


RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0