Eiki Einars tónskáld og lagasmiður

Ég er með hugmynd!
Eiríkur Einarsson hefur orðið
Fyrsta platan, Ég er með hugmynd! kom út sumarið 2009. Þannig var að Eiki og Steini kynntust seinni hluta maímánaðar, þegar faðir Steina, Einar Þorsteinsson sem Eiki þekkti mætavel, leiddi þá saman. Steini sem að þekkti Halldór eða Dóra í Stúdíó Neptúnus og hafði starfað með honum um árabil, fór með Eika til Dóra. Myndaðist hjá þessu þríeyki þvílík stemning að það var ekki eftir neinu að bíða, heldur var bara talið í og hafist handa við að gera plötu. Eiki átti svo mikið af lögum og textum sem voru klárir til upptöku, að ekki vantaði efnið. Það var mikið fjörog gríðarlega mikil stemning í stúdíóinu og var unnið látlaust í júní og júlí að gerð plötunnar sem kom síðan út í ágúst. Að mestu unnu þeir Dóri, Eiki og Steini að afurðinni, þó mikill straumur af fólki, vinum og vandamönnum, hafi komið við í stúdíóinu og tekið óbeint þátt í allri stemningunni. Þetta er plata sem fékk mjög góðar viðtökur og fékk hún m.a. heilar 4 stjörnur af 5 mögulegum hjá honum Arnari Eggert Thoroddsen, tónlistargagnrýnanda hjá Morgunblaðinu.

Sjá hér plötudóm Arnars Eggerts hjá Mogunblaðinu.

Lögin á Ég er með hugmynd eru:
1. 1000 manns
2. Ég er með hugmynd!
3. Ert þú, þú?
4. Þrá kærleikans
5. Mitt á meðal manna
6. Sigur lífsins
7. Það sem einu sinni
8. Taktu því rólega
9. Í dag er hjálpræðisdagur
10. Fegurð

„Að vera lifandi maður enni dauður“ Marlín Brand blaðamaður með viðtal við Einarsson í Morgunblaðinu jólin 2014.  Sjá meira hér

Ég er með hugmynd! sjá-hlusta hér

Sjá videó hér 

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles