Helena Jónsdóttir: Rétt að byrja

Helena Jónsdóttir: Rétt að byrja

17.10.2021–24.10.2021

12:00–18:00@ FLÆÐI

Videoverkið Rétt að byrja eftir Helenu Jónsdóttur verður frumsýnt á Sequences X.

„Jour“ fyrri hluti orðsins „Journey“ þýðir „dagur“ á frönsku, einnig orðið „ajour“ þýðir ljósop, ljósop sem hleypur ljósinu rétt í gegn.  Seinni hluti orðsins „Journey“,  „ney“  þýðir á Hebresku „consolation“ eða „huggun“ á íslensku. Með hverjum degi er hægt að finna einhverja huggun í gegnum erfitt ferli eða ferðlag. Og ferðin er rétt að byrja.

Flytjandi:  Laufey Elíasdóttir
Upptaka og lýsing: Dagur Benedikt Reynisson
Hljóðmynd: Daniele Moog Girolamo og Magnus Bergsson
Aðstoð við upptöku: Cel Crabeels
Búningar: Dögg Patricia Gunnarsdóttir

Helena Jónsdóttir lærði við Listdansskóla Þjóðleikhússins og síðar Alvin Ailey í New York. Hún hefur dansað og verið danshöfundur í óteljandi dansverkum í sjónvarpi, bíómyndum og á sviðinu. Hún hefur einnig samið og stýrt dansi í mörgum svokölluðum „physical cinema“ myndum, þar á meðal: Breaking Voices fyrir Listahátíðina í Reykjavík 2002 og nú síðast GONE sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna.  Helena er þekkt fyrir verk sín í Skandinavíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa myndverk hennar verið sýnd í fjölda listrýma og á hátíðum, innlendum sem erlendum. Hún var tilnefnd sem besti danshöfundurinn á verðlaunahátíð tónlistarmyndbandaframleiðenda í Los Angeles 2001 og vann dansleikhúskeppnina núllsjö/núllsex í júní 2003 með verkinu Open Source.

Auk skapandi verkefna kennir Helena við Listaháskóla Íslands og Listaháskóla Stokkhólms og vinnur alþjóðlega sem fyrirlesari og leiðir vinnustofur. Hún var valin danshöfundur ársins á Íslandi 2017 fyrir vinnu sína við dansmyndir. Auk sinnar eigin vinnu stýrir hún dánarbúi Þorvalds Þorsteinssonar, rithöfundar og listamanns.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0