Helgi Þorgils Friðjónsson

Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur 7. mars 1953 í Búðardal. Hann lærði myndlist og handverk frá 1971 til 1976, eftir það fór hann til Haag og stundaði nám við De Vrije Academie (1976–77) og síðan við Jan van Eyck Academie í Maastricht.

Blue Music 2005

SAGA – ÞEGAR MYNDIR TALA SUBTITLE 22.5.2015 – 6.9.2015, Listasafn Íslands

Á sýningunni má sjá valin verk fjölda íslenskra samtímamyndlistarmanna auk nokkurra erlendra er endurspegla frásagnarþáttinn í íslenskri sjónmenningu. Sýningin var sýnd í Kunsthalle Recklinghausen 2014 og verður sýnd í KUMU; Samtímalistasafninu í Tallinn, Eistlandi nú í haust. Verkin á sýningunni eru valin af safnstjóra Listasafns Íslands, Halldóri Birni Runólfssyni og þýskum sýningarstjóra, Norbert Weber, og endurspeglar valið þá sýn á íslenska menningu sem hið glögga gestsauga getur veitt. Sýningin varpar ljósi á menningu þjóðar, frá innstu hugarfylgsnum til pólitískra átaka. Hluti sýningarinnar felur meðal annars í sér nýleg viðtöl við listamenn hennar. Sýningunni fylgir öflug fræðsludagskrá ætluð íslenskum og erlendum safngestum. Sjá hér viðtal við Helga Þorgils vegna sýningarinnar.

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

101 Reyykjavík


1953


CATEGORIES
iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Haustsýning Hafnarborgar 2024

   Haustsýning Hafnarborgar 2024

   Óþekkt alúð – Haustsýning Hafnarborgar 2024 Vinningstillaga Þórhildar Tinnu Sigurðardóttur Listráð Hafnarborgar hefur ...

   Hafnarborg – Sýningarstjóraspjall

   Hafnarborg – Sýningarstjóraspjall

   Hafnarborg Landslag fyrir útvalda – sýningarstjóraspjall Sunnudaginn 5. nóvember kl. 14 Sunnudaginn 5. nóvember kl. 1...

   Þórarinn B. Þorláksson

   Þórarinn B. Þorláksson

   Þórarinn Benedikt Þorláksson (14. febrúar 1867 – 10. júlí 1924 var íslenskur listmálari og fyrstur Íslendinga til að nem...

   Listval – Hallgrímur Árnason

   Listval – Hallgrímur Árnason

   Verið velkomin á opnun sýningar Hallgríms Árnasonar, Opnar skjöldur, föstudaginn 18. ágúst kl. 17–19 í Listval að Hverfi...