Hjarta Íslands – Frá Eldey til Eyjafjarðar

Hjarta Íslands – Frá Eldey til Eyjafjarðar er afar veglegt rit um gersemar náttúru Íslands frá Reykjanesi, um Vestfirði og til Norðurlands. Hér er meðal annars fjallað um perlur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, töfra Snæfellsness, eyjarnar á Breiðafirði, friðlandið á Hornströndum og stórbrotna dali Tröllaskaga.

Gunnsteinn Ólafsson fléttar saman í lifandi texta náttúru, sögu, þjóðtrú og bókmenntum, svo úr verður einstök mynd af lífríki og mannlífi á Íslandi í yfir 1100 ár.

Bókina prýða stórkostlegar myndir Páls Stefánssonar sem hann tók sérstaklega fyrir þetta mikla verk, bæði á jörðu niðri og úr lofti.

Höfundar bókarinnar gjörþekkja náttúru Íslands. Gunnsteinn hefur um áratuga skeið farið með ferðamenn um landið og Páll myndað það fyrir bækur og tímarit heima og erlendis í yfir þrjátíu ár. Þeir hlutu mikið lof fyrir bók sína Hjarta Íslands – Perlur hálendisins sem út kom árið 2018.

Fyrir tveimur árum gáfu Gunnsteinn og Páll út bókina Hjarta Íslands – Perlur hálendisins og fékk hún prýðilega dóma. Á næsta ári loka þeir hringnum með þriðju bókinni um náttúru og menningu landsins frá Hrísey til Þingvalla.

Víðimel 38 101 Reykjavík

4141450

[email protected]

bjartur.isCATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Kambsmálið eftir Jón Hjartarson

   Kambsmálið eftir Jón Hjartarson

   Kambsmálið Höfundur: Kambsmálið Höfundur: Jón Hjartarson   Þann 4. júni 1953 mætti hreppstjó...

   HE INVISIBLE MAN -H. G. Wells

   HE INVISIBLE MAN -H. G. Wells

   HE INVISIBLE MAN -H. G. Wells The Invisible Man er stutt vísindaskáldsaga (nóvella) eftir breska rithöfundinn H. G. ...

   qerndu

   qerndu

   Qerndu is an Icelandic publishing company with focus on Arctic photography. Kynning á nýrri bók Sjá videó  ...

   Snerting eftir Ólafur Jóhann Ólafsson

   Snerting eftir Ólafur Jóhann Ólafsson

   Snerting eftir Ólafur Jóhann Ólafsson Kristófer hyggst loka veitingastað sínum í miðbæ Reykjavíkur vegna veirunnar, eft...