ÍAV

Á þeim rúmum 65 árum sem liðin eru frá stofnun Íslenskra aðalverktaka hefur fyrirtækið komið að hönnun og byggingu fjölda mannvirkja. Mannvirkin spanna allt  svið byggingariðnaðarins  og má þar nefna íbúðabyggingar, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, vegi, brýr, jarðgöng, veitur, snjóflóðamannvirki, hafnir, virkjanir, iðnaðarhúsnæði, verksmiðjur, skóla, sundlaugar, íþróttahús, knattspyrnuhallir og tónlistarhúsið Hörpu.  Einnig starfrækir ÍAV þrjár jarðefnanámur.

Breidd verkefna ber vott um metnað og áhuga á að takast á við flókin og krefjandi verkefni. Auk þess gerir verkefnavalið kröfu til fyrirtækisins um að hafa á að skipa hæfu starfsfólki með þekkingu, reynslu og bestu fáanlegu menntun á þeim sviðum sem fyrirtækið starfar á. ÍAV leggur mikla áherslu á að ráða til sín kraftmikla og framsækna einstaklinga og bjóða þeim góða starfsaðstöðu við krefjandi verkefni.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0