Karl Kvaran 1924 – 1989
Karl Kvaran er i hópi okkar bestu abstraktmálara, á þvi leikur naumast neinn vafi. Hann er 54 ára gamall og skipaði sér fljótlega eftir listnám i Reykjavík, Kaupmannahöfn og víðar í röð strangtrúarmann á abstraktlistarinnar, en nú hefur hann starfað sem myndlistarmaður i Reykjavik í þrjá áratugi, og er þetta því að öðrum þræði tímamótasýning, þótt ekki standi Karl Kvaran á neinum sérstökum tímamótum í myndlistinni. Þar þræðir hann sinn stig, sækir á brattann og vindurinn er i fangið.
Jónas Guðmundsson í Tímanum 1979. Sja meira hér
Karl Kvaran listmálari fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 17.11. 1924. Hann var sonur Ólafs Kvaran og Ingibjargar Elísabetar Benediktsdóttur.
Ólafur var sonur Jósefs, prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, bróður Einars Kvaran ritöfundar. Elísabet var systir Hallgríms Benediktssonar stórkaupmanns, föður Geirs Hallgímssonar forsætisráðherra.
Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér