– myndlistarsýning & nýtt útilistaverk eftir Rögnu Róbertsdóttir
Í tilefni 200 ára afmæli hússins í Hafnarstræti 16 verður haldin sýning með listamönnum sem við fyrstu sýn vinna með ólík viðföng en við nánari skoðun verða samtölin ljós sem verk þeirra geyma sín á milli. Sýningin mun taka yfir sýningarsal SÍM í Hafnarstræti ásamt því að virkja garðinn og bygginguna að utan með nýju útilistaverki eftir Rögnu Róbertsdóttur, Vikram Pradhan og gjörningi ásamt öðrum nýjum verkum eftir Curro Rodriguez.
Sýningarstjóri er Þórhildur Tinna Sigurðardóttir hún skrifar um tilkomu sýningarinnar:
“Útgangspunkturinn var byggingin sjálf en einnig framvinda tímans, þar sem húsið hefur staðið í tvær aldir, sem leiddi mig að því að einblína á listamenn sem vinna með efnið sem leiddi mig að listamönnum sem hafa unnið út frá steinum sem á endanum leiddi mig að samtali efnisins við andann og útkoman er myndlistarsýning með Curro, Rögnu og Vikram sem búa öll og starfa í Reykjavík. Sýningin kannar því samband hins veraldlega við hið andlega. Hvernig efni sem standa tímans tönn búa yfir kröftum sem þögul vitni og myndað huglægar brýr á milli náttúru og manna. Sýningartextinn mun fara dýpra út í þá sálma en það hefur verið virkilega spennandi að fylgjast með samtali þeirra á milli við gerð nýrra verka fyrir tilefnið og ég trúi að framsetningin muni koma gestum skemmtilega á óvart þó ég segi sjálf frá ! ”
Opið hús laugardaginn 7. september kl 13:00-17:00. Þar gefst gestum tækifæri á að kynnast
húsakynnum í Hafnarstræti en boðið verður upp á leiðsögn með sýningarstjóra og
listamönnum, starfsfólki mynjastofnunar og húsverndarstofu.
Sýningin er unnin í samstarfi við Borgarsögusafn og Reykjavíkurborg.
Opnunartími sýningar:
Mánudaga til föstudaga 12-16
Laugardaga 13-17