Sviðsetning á dauða Geirfinnst mynd 1
Ljósmynd úr lögregluskýrslu málsins. Sviðsetning á atburðunum sem leiddu til dauða Geirfinns. Sviðsetningin fór fram 23. janúar 1977.

Manndráp á Íslandi

Manndráp á Íslandi er yfirskrift hádegiserindis sem flutt verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur föstudaginn 12. janúar kl. 12:00. Erindið flytur Helgi Gunnlaugsson, einn kunnasti afbrotafræðingur þjóðarinnar og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í tengslum við yfirstandandi sýningu safnsins Mál 214 eftir Jack Latham sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið.

Í erindinu verður þróun manndrápa á Íslandi tekin fyrir og því lýst hvað einkennir þau almennt séð. Manndráp eru fátíð á Íslandi. Hvert og eitt þeirra hreyfir við okkur enda þjóðin fámenn og innbyrðis tengd á margvíslegan hátt.

Gestum er jafnframt bent á að þetta eru síðustu forvöð til að sjá þessa áhugaverðu og óvenjulegu sýningu Mál 214, en henni lýkur helgina 13.-14. janúar.

Aðgangur á erindi Helga er ókeypis og í boði verða léttar kaffiveitingar.

Sviðsetning á dauða Geirfinns
Ljósmynd úr lögregluskýrslu málsins. Sviðsetning á atburðunum sem leiddu til dauða Geirfinns. Sviðsetningin fór fram 23. janúar 1977.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Tryggvagötu 15, 6. Hæð

101 Reykjavík

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0