Manndráp á Íslandi er yfirskrift hádegiserindis sem flutt verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur föstudaginn 12. janúar kl. 12:00. Erindið flytur Helgi Gunnlaugsson, einn kunnasti afbrotafræðingur þjóðarinnar og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í tengslum við yfirstandandi sýningu safnsins Mál 214 eftir Jack Latham sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið.
Í erindinu verður þróun manndrápa á Íslandi tekin fyrir og því lýst hvað einkennir þau almennt séð. Manndráp eru fátíð á Íslandi. Hvert og eitt þeirra hreyfir við okkur enda þjóðin fámenn og innbyrðis tengd á margvíslegan hátt.
Gestum er jafnframt bent á að þetta eru síðustu forvöð til að sjá þessa áhugaverðu og óvenjulegu sýningu Mál 214, en henni lýkur helgina 13.-14. janúar.
Aðgangur á erindi Helga er ókeypis og í boði verða léttar kaffiveitingar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 15, 6. Hæð
101 Reykjavík