Nýstárleg sýning innblásin af Snæfellsjökli.
Franska listakonan Anne Herzog sýnir verk sín í sýningarsal Gerðubergs. Titill sýningarinnar er Anne Herzog Andy Warhol.
Verið velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 24. febrúar kl. 14:00.
Um sýninguna
Nafnið Anne er með 4 stafi eins og nafnið Andy og eftirnafnið Herzog er með 6 stafi eins og eftirnafnið Wahrol. Bókstafurinn „o“ er númer fimm í eftirnöfnum beggja. Þessir tveir listamenn sækja bæði innblástur sinn í poppmenningu eða „hráa list“. Andy Warhol (6. ágúst 1928 – 22. febrúar 1987) var bandarískur myndlistarmaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. Hann var einn af frumkvöðlum popplistar í Bandaríkjunum á 6. áratugnum.
Anne Herzog er fædd 1984 í Frakklandi. Hún starfar sem listakona og listkennari og hefur haldið einkasýningar víða um veröld, m.a. í New York, Berlín, í Trínidad og Tobago og á nokkrum stöðum á Íslandi og í Frakklandi.
Síðastliðin tuttugu ár hefur Snæfellsnes átt stóran sess í huga Anne Herzog. Hún hefur búið þar og starfað nokkrum sinnum síðan 2004. Í verkum sínum á þessari sýningu vinnur Anne Herzog með náttúruna af Snæfellsjökli s.s. jörð, sand, smásteina og annað sem er í umhverfi jökulsins.
Á sýningunni eru málverk sem Anne vann árið 2023 – 24 á Snæfellsnesi.
Annar innblástur Anne á þessari sýningu er Mierle Laderman Ukeless, sem er listakona með aðsetur í New York borg, og þekkt fyrir femínísk og þjónustumiðuð listaverk sín, sem tengja hugmyndina um ferli í hugmyndalist við heimilislegt og borgaralegt „viðhald“.