Ólafur Túbals 1897 – 1964

Ólafur Karl Óskar Túbalsson, Ólafur Túbals (1897 – 1964) var íslenskur myndlistarmaður, frá Múlakoti í Fljótshlíð.

Ólafur var við nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1928–1929. Margir vinir Ólafs dvöldu meðal listamanna í Múlakoti á sumrin, þar á meðal Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir.

 

Lómagnúpur og Vatnajökull 

Fljótshlíðingur Ólafur Túbals, sem var einn af þekktari listmálurum þjóðarinnar á sínum tíma, var fæddur í Múlakoti og bjó þar alla tíð.  Sjá meira hér

Allt frá því að Ólafur Túbali hélt fyrstu sýninguna á verkum sínum, hefur listunnendum verið ljóst, að hér er á ferð mikill hæfileikamaður. Einar skáld Benediktsson munhafa verið fyrstur til að vekja athygli á verkum Ólafs. Gerði hann það í dómi um allsherjarsýningu, sem Ólafur og margir fremstu listamenn okkar tóku þátt í. Minnist Ólafur þess með hlýrri ánægju, að Einar hafi farið mjög vinsamlegum orðum um sýninguna. Sjá meira r ( Samvinnan 1950 )

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0