Höfundur: Bjarni Harðarson

Síðustu dagar Skálholts segir ósegjanlega sögu af ringulreið við endalok mikilla mektardaga í Sultartungum. Bekkingum skólapilta, lénsveldi Stefánunga, mannfelli förufólks, hinum sannheilaga Eilífagvendi og uppsveitadrjólum sem reyna að koma á byltingu.

Sú barátta lendir þó líkt og allt annað í útideyfu fátækra manna sem lúskrast heim í kot sín. Þegar síðasta standsfólkið er farið er öll saga staðarins fólgin í minni einnar karlægrar soðbúrskerlingar, Katrínar Greipsdóttur, sem skynjar loks að stráin, sem áður rembdust öll við að verða eitthvað meira og stærra, eru aldrei nema strá.

Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, segir að við sem búum við allsnægtir á Íslandi getum ekki fyrirgefið okkur að loka dyrum á fólk sem er á flótta. Hann gaf nýverið út þriðju bók sína í þríleik um Skálholt 18. aldar og segir að við megum til með að taka forfeður og -mæður okkar til fyrirmyndar sem buðu hjálparhönd og deildu með þeim sem þurftu, jafnvel þó þau byggju sjálf við vosbúð.  Sjá meira hér