Sýning í Duus Safnahúsum 11. nóvember – 15. apríl 2018
Er ástæða til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ, t.d. gamla bæinn, vegna menningarsögulegs mikilvægis?
Á sýningunni gefst íbúum kostur á að láta rödd sína heyrast og koma með tillögur um framtíðarásýnd gamla bæjarins og annarra svæða. Ekki láta þetta einstaka tækifæri til að hafa áhrif, framhjá þér fara og líttu við í Duus Safnahúsum.
Ókeypis aðgangur er á sýninguna.