• Íslenska

Verk úr safneign Hafnarfjörður

Laugardaginn 1. desember verður sýningin Hafnarfjörður – verk úr safneign opnuð í aðalsal Hafnarborgar.

Það er ekki bara Hafnfirðingum sem þykir Hafnarfjörður fallegur, heldur hefur samspil byggðarinnar og hraunsins í Hafnarfirði sömuleiðis heillað marga listmálara í gegnum tíðina. Í safneign Hafnarborgar eru fjölmörg verk sem tengjast bænum, þau elstu frá því snemma á 20. öld. Nú leitum við í þennan fjársjóð og gefum Hafnfirðingum og gestum þeirra tækifæri til að sjá hvernig staðarandi bæjarins birtist í myndlistarverkum frá því á síðustu öld. Hér má sjá bæinn í gegnum augu listamanna, þar á meðal helstu meistara íslenskrar myndlistar. Meðferð þeirra á viðfangsefninu er hefðbundin, fígúratíf nálgun þar sem þekkja má fyrirmyndina úr veruleikanum.

Hafnarfjörður er einstaklega myndrænn bær og náttúran umhverfis býður einnig upp á mikilfengleg sjónarhorn. Fyrir utan Reykjavík eru fáir þéttbýlisstaðir á Íslandi myndefni jafn margra listaverka og Hafnarfjörður. Verkin sem nú eru sýnd eru mörg úr stofngjöf hjónanna Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magnússonar sem ráku apótek í húsnæði Hafnarborgar um áratuga skeið. Hluti verkanna hefur undanfarin ár hangið í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Nína Tryggvadóttir, Hörður Ágústsson, Jóhannes Kjarval, Jón Gunnarsson, Grétu Björnsson og Jón Engilberts.

Þessi sýning varð til á stuttum tíma þegar ákvörðun var tekin um að fresta fyrirhugaðri sýningu á verkum Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar vegna samkomutakmarkana.

Related Articles

  Hugarflug vinnustofa

  Hugarflug – Brainstorm – Vinnustofa

  Hugarflug – Brainstorm – Vinnustofa

  Áhrif spurninga á hugarflug Í grein Hal Gregersen Better Brainstorming sem er að finna í nýjasta tölublaði Harvard Busi...

  Bragi Ásgeirsson 1931- 2016

  Bragi Ásgeirsson 1931- 2016

  Bragi Ásgeirsson (fæddur 28.maí 1931, dáinn 25. mars 2016) var grafíklistamaður, listmálari og myndlistakennari. Þar að ...

  Johannes Sveinsson Kjarval

  Johannes Sveinsson Kjarval

  Jóhannes Sveinsson Kjarval, oftast ritað Jóhannes S. Kjarval, (15. október, 1885 – 13. apríl 1972) er einn frægasti ...

  Helene Schjerfbeck

  Helene Schjerfbeck

  Finnskt Myndlist Stærsta og glæsilegasta listasafn Finnlands, Ateneum, stendur í miðborg Helsinki nálægt aðaljárnbrau...


220 Hafnarfjörður


verk úr safneign Laugardaginn 1. desember kl. 15


 • Íslenska

CATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES