Sýningaropnun laugardaginn 4. maí kl. 14.
Gallerí Fold býður þér á opnun sýningarinnar ÞÁ OG ÞAR laugardaginn 4. maí kl. 14. Listamaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon sýnir ný olíuverk og teikningar.
Bjarni Ólafur Magnússon (1963) er fæddur og alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1982 og stundaði nám í grunndeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-83. Árið 1988 hélt hann til Bandaríkjanna þar sem hann lagði stund á myndlistarnám í Kansas City Art Institute árin 1988-1990. Um vorið 1990 var hann gestanemandi við málaradeild San Fransico Art Institute. Árin 1991-92 stundaði Bjarni nám við Goldsmiths/University of London.
Sýningin “Þá og þar” er fyrsta einkasýning Bjarna Ólafs í Gallerí Fold. Á sýningunni eru bæði olíuverk og teikningar byggðar á landslagi, raunverulegu eða ekki, endurminningum og órum.
Sýningin opnar
laugardaginn 4. maí kl. 14
og stendur til 25. maí 2024.
Verið velkomin
Opið er í Gallerí Fold á Rauðarárstíg
mán-fös 12 – 18 og laugardaga 12 – 16.