Þjóðminjasafn Íslands
Með verkum handanna – Íslenskur refilsaumur fyrri alda
eftir Elsu E. Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. október kl. 17.
Í verkinu eru lagðar fram áratugarannsóknir Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings (1924-2010) á þeim fimmtán íslensku refilsaumsklæðum sem varðveist hafa. Í klæðunum er að finna einhver stórbrotnustu listaverk Íslendinga frá fyrri tímum og þau skipa sérstakan sess í alþjóðlegu samhengi.
Elsa skrifar af nákvæmni og alúð um feril, myndefni, tækni og sögulegt og listrænt samhengi hvers klæðis. Rannsóknir hennar eru einstakar í sinni röð og bókin, sem prýdd er hundruðum ljósmynda, ber þeim fagurt vitni.
Lilja Árnadóttir fyrrum sviðsstjóri á Þjóðminjasafni Íslands og samstarfskona Elsu til margra ára, lauk við verkið og bjó til prentunar. Sigrún Sigvaldadóttir hjá Hunangi hannaði bókina.
Bókin verður á sérstöku tilboðsverði í útgáfuhófinu.
Léttar veitingar.
Verið velkomin.