Þjóðminjasafnið – Sérfræðileiðsögn með Lilju Árnadóttur

Lilja Árnadóttir leiðir gesti um sýninguna Með verkum handanna. Á sýningunni eru öll íslensku refilsaumsklæðin sem varðveittust á Íslandi. Á leiðsögn Lilju í nóvember var fullt út dyrum og þurftu gestir frá að hverfa. Einstakt tækifæri til að njóta þekkingar Lilju á refilsaumsklæðunum íslensku.

Lilja ritstýrði samnefndri bók eftir Elsu E. Guðjónsson (1924-2010) sem Þjóðminjasafnið gaf út í október. Lilja er fyrrum sviðsstjóri í Þjóðminjasafninu, hvar hún starfaði í áratugi.

Hún hefur fágæta þekkingu á klæðunum og dýpkar upplifun gesta á sýningunni. Erindið er hluti af viðamikilli viðburðadagskrá í tengslum við sýninguna. Hér má sjá dagskrána.

Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Hún hefur fengið afar lofsamlega umfjöllun og er þegar farin í endurprentun. Fyrsta prentun er þó enn fáanleg í Safnbúð og vefverslun.Úr umsögn Páls Baldvins Baldvinssonar í Heimildinni:
„Með verkum handanna er einstakt afrek langrar ástundunar í skjóli Þjóðminjasafnsins, frábærlega unnið og uppsett af ritstjórum, ríkulega myndskreytt, alþjóðlegur mælikvarði um getu og starf íslenskra mennta.“ ★★★★★

Úr umsögn Sölva Sveinssonar í Morgunblaðinu:
„… fullyrða má að hér skín sólin á verk kvenna sem sátu og saumuðu listaverk í rökkri miðalda guði sínum til dýrðar og höfðu veður af meginlandsvindum og innlendri hefð. Elsa E. Guðjónsson hefur nú hafið þær á stall við hæfi og um leið opnað allar dyr til að endurskoða listasöguna.“ ★★★★★

Skoða bók

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0