Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir útskrifaðist frá hönnunar- og textílbraut VMA og stundar nú nám í fatahönnun með áherslu á prent í Central Saint Martins í London. Síðasta ár hefur hún verið í starfsnámi hjá Versace, Marc Jacobs og Chanel. Guðbjörg Þóra leggur mikla áherslu á sjálfbærni í sinni vinnu og leitar leiða til þess að rannsaka ný efni og textílaðferðir sem henta framtíðinni og eru ekki mengandi fyrir umhverfið.
