Valdatafl Errós í sögulegu samhengi

Stefán Pálsson sagnfræðingur og sérlegur áhugamaður um teiknimyndasögur verður með samtal á sögulegum nótum innblásið af verkum Errós á sýningunni Valdatafl. Þar hefur Erró skrásett helstu róstur í heiminum á síðari hluta 20. aldar sem í sumum tilvikum sér enn ekki fyrir endann á. Stríðsherrar og harðstjórar birtast í verkum listamannsins með skrumskælingu, háði og skopstælingu en hörmungarnar sem þeim fylgja eru aldrei langt undan.

Stefán leiðir gesti í gegnum sýninguna og tengir verkin við sögulega atburði 20. aldar og í samtímanum.

Stefán Pálsson er sagnfræðingur með ansi vítt áhugasvið. Hann hefur skrifað bækur um allt frá fótbolta, bjór, tækni og vísindi, bókstafinn ð og allt þar á milli, hefur samið efni fyrir sjónvarp og útvarp og stýrt ótal spurningakeppnum, auk þess að vera eftirsóttur leiðsögumaður í sögugöngum víðsvegar í borgarlandinu. Stefán er jafnframt varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.

Tryggvagata 17 101 Reykjav'ik

411 6400

listasafnreykjavikur.is


25. janúar 2024 - 20:00


CATEGORIESNEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Tíunda Sequences myndlistarhátiðin

   Tíunda Sequences myndlistarhátiðin

     Kominn tími til - Tíunda Sequences myndlistarhátiðin Tíunda Sequences myndlistarhátiðin verður sett í d...

   Vinnustofan Tang & Riis

   Vinnustofan Tang & Riis

   Ingibjörg Helga Ágústsdóttir er fædd 1963 í Stykkishólmi. Hún lærði fatahönnun í London og Kaupman...

   Gallerí Fold – Dansað undir jökli

   Gallerí Fold – Dansað undir jökli

   Jóhanna V. Þórhallsdóttir - Dansað undir jökli 9. september - 23. september 2023 Gallerí Fold kynnir einkasýningu mynd...

   Svavar Guðnason

   Svavar Guðnason

   Svavar Guðnason myndlistarmaður (18. nóvember 1909 – 25. júní 1988) starfaði í mörg ár í Danmörku og var virkur í hópi r...