Einn Lakagígur við Skaftá

Skelfileg náttúrufegurð

Fyrir tæpum 250 árum, 8.júní 1783 varð eitt stærsta eldgos mannkynssögunnar austur í Vestur-Skaftafellssýslu. Þá opnaðist tæplega 30 km löng sprunga, sem spúði gasi, eldi og brennisteini í kílómetra hæð. Þegar gosinu slotaði, og móðuharðin hófust, tæplega ári síðar, var hungursneyð í landinu, og reyndar um allan heim, enda féllu þrír fjórðu af bústofni landsins. Tvö önnur gos á sama tíma, annað við Eldey á Reykjanesi, hitt í Grímsvötnum í Vatnajökli bættu ekki ástandið. En í dag er fallegt að heim að sækja Lakagíga, enda hefur mosi klætt hraunið, sem þekur hvorki meira né minna en 600 km² sem eru tveir þriðju af öllum Reykjanesskaga þar sem eldsumbrotin eru þessa dagana. Lakagígar eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. 

Eldhraun, Sveinstindur við Langasjó í fjarska
Skaftá og Sveinstindur
hringvegurinn um Laka
Göngufólk á leið upp á Laka
Tjarnargígur, eini gígurinn með tjörn í 30 km langri gígaröðinni
Mosinn nær upp úr snjónum í miðri gígaröðinni

Ísland 02/03/2024 : RX1RII, A7RIII : 2.0/35mm Z, FE 1.4/50mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson