SKIPSKAÐAR OG HETJUDÁÐ
Viðey
Þriðjudag 7. júlí kl. 19:30 – 21:00

N.k. þriðjudagskvöld mun Sigurlaugur Ingólfsson sagnfræðingur leiða gönguferð um Viðey og segja frá skipsköðum og hetjudáðum er tengjast Viðey. Allir eru velkomnir og aðeins þarf að greiða ferjugjald út í eynna.

akkeriMargar sagnir eru til af skipsköðum á sundunum í Kollafirði en þeirra þekktastar eru Ingvarsslysið 7. apríl 1906 og strand tundurspillisins Skeena þann 24. októ¬ber 1944. Þúsundir Reykvíkinga fylgdust skelfingu lostnir með því, þegar skipverjar á Ingvari slitnuðu úr reiðanum og fórust einn af öðrum meðan skipið liaðist í sundur á skerinu við Viðey og hafði  sú sýn djúpstæð áhrif á þá sem á horfðu. Er Skeena fórst gekk á ofsaveður sem gerði björgunarstarf erfitt, sjórinn gékk látlaust yfir skipsflakið, stormur og kuldi nísti í niðamyrkri. Einar Sigurðsson, skipstjóri á Aðalbjörg RE 5, vann mikla hetjudáð er hann fór fyrir hópi breskra hermanna á bandarískum landgöngupramma út í Viðey í stórstjó og ofsaveðri. Hetjuleg framganga hans átti þátt í því að 198 mönnum varð bjargað úr sjónum en 15 manns fórust.

Videy kvoldstemning-135Í sumar eru aukaferðir á þriðjudagskvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15. Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í Viðey áður en leiðsögn byrjar.

Gangan hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu og stendur til 21:00 er siglt verður heim.

Gjald í ferj¬una fram og til baka er 1.100 kr. fyrir fullorðna og 550 kr. fyrir börn 7–15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.

Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og í Viðeyjarstofu og handhafar Gestakorts Reykjavíkur fá fría siglingu.
 
Tengiliður: Sigurlaugur Ingólfsson 869-2579.

Sjá nánar á  www.videy.com
 
Ljósmynd: Borgarsögusafn Reykjavíkur