Á Suðurlandi, nánar tiltekið um 150 km frá Reykjavík má finna Byggðasafnið í Skógum sem er staðsett nálægt hinum tignarlega Skógarfossi. Það mætti í raun kalla minjasafn menninga en þar má finna sögu Íslendinga skipta niður í þrjár byggingar eða þrjú söfn: byggðasafn, húsasafn og samgöngusafn. Þar sem má finna hina ýmsu muni sem hafa verið notaðar til fiskveiða, búskapar auk gripa frá víkingaöld.

Sjávarútvegur og landbúnaður

Sá hluti sem viðkemur sjávarútveginum inniheldur mikið safn af munum sem varða sjávarútveg við suðurströnd Íslands. Sjávarútvegur á þessu svæði var óvenjulegur að því leyti að engar almennilegar hafnir voru við ströndina heldur þurftu svokallaðar brimlendingar að eiga sér stað. Djásn safnsins, áttæringurinn Pétursey er dæmi um fleytu sem sérstaklega var hönnuð til brimlendinga og var hún í notkun frá árinu 1855-1946.

Landbúnaðarhlutinn inniheldur tæki og áhöld sem notuð voru á bæjum í gamla tíma, reiðbúnað, tæki sem notuð voru við heyskap, mjólkur og ullarvinnslu, tóvinnutæki og annað slíkt. Mikið var lagt upp úr því að bændur væru sjálfbjarga ef tæki eða tól biluðu og því er þarna að finna sitt lítið að hverju sem að því lýtur.

Húsakostur og tæki

Torfbæ er að finna á safninu og innan veggja hans má finna hlóðaeldhús, baðstofu, fjós og annað sem gerir fólki kleift að að ímynda sér bæði andrúmsloft og lífsskilyrði Íslendinga á sínum tíma. Einnig er hægt að virða fyrir sér bæði sveitaskóla og kirkju frá upphafi 20.aldar.

Á samgöngusafninu má meðal annars kynnast þróun samgangna frá hestum til bíla, sögu símans á Íslandi, upphaf rafmagnsnotkunar ásamt póstsamgöngum fyrr á tímum. Einnig má þar finna sjaldgæfan mola, Kégresse P15N, einn best varðveitta snjóbíl síns tíma í heiminum.

Þórður Tómasson

Heiðursmaðurinn Þórður Tómasson, safnvörður til margra ára átti veg og vanda af velferð safnsins allt frá upphafi. Sem ungur maður var hann ákaflega hrifinn af þjóðlegum munum og tók það gjarnan til handagagns það sem aðrir losuðu sig við. Honum leist ekki sem best á hversu nýjungagjarnir bændur áttu það til að vera þegar vinnuhættir nútímavæddust. Þórður safnaði einnig sögum og skrifaði niður munnmæli og sagnir sér eldri manna og hafði gaman af. Úr því skrifaði hann alls 28 bækur þar sem við bættust sagnirnar, þjóðhættir og vinnulag ára áður. Árið 1997 var honum veitt gráða heiðursdoktors frá Háskóla Íslands vegna áhuga síns og elju þegar kom að íslenskri menningu.

Þórður, sem varð 100 ára í apríl nú í ár var einn þriggja manna sem voru valdir til að safna gripum fyrir safnið – en ákveðið hafði verið að þjóðarsafni skyldi upp komið og var það árið 1945. Safnið sjálft var opnað fjórum árum síðar og var þá staðsett í kjallara heimavistaskóla sem var þar nýreistur. Þórður starfaði sem safnvörður allt til ársins 2013 en hann lét af störfum 92 ára að aldri. Í tilefni aldar afmæli hans var efnt til samkomu í Skógasafni. Stjórnarformaður safnsins, Ingvar Pétur Guðbjörnsson færði Þórði vatnslitamálað heiðursskjal fyrir ævistarf hans í þágu safnsins og varðveislu íslenskrar þjóðmenningar.  Þórður var einnig heiðraður með fyrsta gullmerki Oddafélagsins auk heillaóska félagsmanna með þökk fyrir söfnun, varðveislu og miðlun menningarminja. Að auki flutti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Þórði heillakveðjur og þakkir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar