Fimmtudagurinn 22. nóvember í Reykjavík fer ekki í sögubækurnar fyrir neitt annað en að þetta er fyrsti alhvíti dagur á höfuðborgarsvæðinu á þessum vetri. Trausti Jónsson veðurfræðingur birtir veðurhugleiðingar um fyrstu tuttugu daga mánaðarins í Reykjavík, en mánuðurinn er að mörgu leyti mjög óvenjulegur. Til dæmis var austanátt ríkjandi í höfuðborginni í samfellt 28 daga, sem er mjög sjaldséð samfella. Úrkoman fyrstu tuttugu dagana var 10,1 mm, sem er 1/7 af meðalúrkomu síðustu þrjátíu ára. Meðalhitinn var +3.6°C, stigi heitari en meðaltalið frá 1990. Eins voru sólskinsstundirnar nær helmingi fleiri, eða 56, tuttugu og sex stundum fleiri en meðaltal frá 1990. Þegar sólin kom upp, fór auðvitað Icelandic Times / Land & Saga að fanga þennan bjarta snjóhvíta dag, enda mun snjórinn hverfa strax aftur, spáð er hlýindum næstu daga.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 22/11/2023 – A7R IV, A7R III : FE 1.8/135 GM, FE 1.4/24mm GM