Soðið og sultað á Árbæjarsafni!

Næstkomandi sunnudag mun dagskrá Árbæjarsafns einkennast af þeim fjölmörgu haustverkum sem fólk sinnti hér á árum áður. Þá verður messa kl. 13 og sálmatónleikar kl. 15. Það verður heldur betur líf og fjör á Árbæjarsafni sunnudaginn 30. ágúst á milli 13:00-16:00 þegar starfsfólk safnsins sinnir hefðbundnum haustverkum eins og að sjóða og sulta, prjóna og steikja og ótal margt annað. Á svæðinu verður jafnframt hægt að fylgjast með eldsmiði að störfum.arbaejarsafn icelandictimes landogsaga

Dagskráin hefst kl. 13:00 en þá verður einnig hægt að fá leiðsögn um safnið. Klukkan 14:00 verður guðsþjónusta í Árbæjarsafnskirkju og í kjölfarið kl. 15:00 verður boðið upp á tónleika með Huga Jónssyni baritón og Kára Allonssyni orgelleikara. Þeir munu flytja sálma og þjóðlög sem eiga einkar vel við í litlu kirkjunni á Árbæjarsafni.

Frítt á alla viðburði fyrir gesti safnsins.
Dillons kaffihús verður að sjálfsögðu opið með nýlagað kaffi og heimbakað góðgæti.
Allir velkomnir!
arbaejarsafn reykjavik icelandic timesFrekari upplýsingar veitir Sigurlaugur Ingólfsson verkefnastjóri á Árbæjarsafni í  síma 411-6308 eða í gegnum tölvupóst [email protected]

Guðrún Helga Stefánsdóttir
Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
S: 411-6343 / 899-6077
[email protected]

Sýningarstaðir Borgarsögusafns eru:
Árbæjarsafn, Landnámssýningin Aðalstræti,
Ljósmyndasafn Reykjavíkur Grófarhúsi,
Sjóminjasafnið í Reykjavík Grandagarði auk Viðeyjar.