Styrmir Örn Guðmundsson
Eilíf endurkoma: Styrmir Örn Guðmundsson kinkar kolli til Kjarvals
Leiðsöngvahljóðsögn um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur

styrmir0rnclick
Dagana 7., 8. og 9. júlí kl. 15 á Kjarvalsstöðum
Áhugafólk og aðdáendur Kjarvals sem og ókunnir verða þræddir um safnið með músíkalskri leiðsögn í umsjón Styrmis Arnar Guðmundssonar. Úr hæðum hálendisins berst hugvíkkandi hljóðrás sem er sérútbúin til að koma okkur í öruggan tilfinningatrans til safaríkrar upplifunar á verkum Kjarvals. Þá mun Styrmir túlka vel valin verk meistarans og fræða gesti með kaleidóskópískum aðferðum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður hverju sinni.

Styrmir Örn Guðmundsson (f. 1984) er sögumaður, dansari, söngvari og myndskreytari. Hann hrífst af hinu fjarstæðukennda, en með því er frekar átt við milda og kærleiksríka afstöðu en þráhyggju fyrir hinu fáránlega. Hann ber umhyggju fyrir hinu fjarstæðukennda. Hann aðstoðar það við að þróast. Hann gefur því pláss meðfram öllu öðru, þar sem það getur tekið form hins óþolandi nágranna eða þíns besta vinar. Styrmir býr í Varsjá.                                                           

Listasafn Reykjavíkur
Sími 411-6400
[email protected]
Hafnarhús
Opið daglega 10–17, fimmtudaga 10–22

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10–17

Ásmundarsafn
Opið maí–sept 10–17 / okt.–apríl 13–17

styrmir0rnclick