Framkvæmdir standa yfir við byggingu tveggja fjölbýlishúsa við Árskóga 1-3 í Suður Mjódd með 68 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Íbúðirnar eru fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, á bilinu 65-130 m² og verklok áætluð um mitt ár 2019.

Mjódd, Árskógar

„Hluti af okkar verkefnum er að tryggja að félagsmenn geti keypt hagkvæmt eigið húsnæði, “ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB. Stutt er í alla þjónustu og félagsstarf í Árskógum. Byggingarfélagið MótX annast framkvæmdir.