Sýningaropnanir í Hafnarborg

Sýningaropnanir í Hafnarborg

Laugardag 23. janúar kl. 15
 
Hjarta hennar (2)Laugardaginn 23. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarborg. Í aðalsal er það sýningin Hraun og mynd með nýjum olíu- og vatnslitaverkum eftir listmálarann Kristberg Ó. Pétursson.  Í Sverrissal getur að líta Diktur Ragnhildar Jóhanns, sjónræn ljóð sem verða til við krufningu bóka. Dikturrett (683x1024)
Eftir margra áratuga samneyti við hraunið í heimabyggð má segja að það móti í flestu viðhorf Kristbergs til náttúru og heimsmyndar. Áferðarríkur og dimmleitur flötur verka hans verður eins og ævagamall og hálfgagnsær hamur eða hlífðarlag utan um lifandi innviði.
Efniviður Ragnhildar eru fundnar, notaðar bækur sem í meðförum hennar umbreytast og öðlast þar með aðra tilvist. Ragnhildur skrumskælir notagildi þessa hversdagslega hlutar, bókarinnar, og gæðir efnislegan hluta hennar nýju lífi.

Ragnhildur Jóhanns (f.1977) býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis síðan hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún situr í stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og hefur komið að hinum ýmsu verkefnum tengdum listum svo sem sýningarstjórn, útgáfu bókverka auk þess sem hún er ritstjóri tímaritsins Endemi.

Kristbergur Ó. Pétursson (f. 1962) er fæddur í Hafnarfirði. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið frá 1979 til 1985 og síðan í Ríkisakademíunni í Amsterdam frá 1985 til 1988. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Kristbergur kom fyrst fram sem hluti af bylgju listmálara sem kenndir eru við nýja-málverkið. Kristbergur hefur þróað list sína í átt að hinu óhlutbundna þar sem litaflæði og andrúm sækja í oft myrkar náttúrustemmur og drunga en myndefnið er oftar en ekki hrjóstrugt hraunlandslagið í og umhverfis heimabæ hans, Hafnarfjörð.kristbergur-malverk1

Nánari upplýsingar veitir: Áslaug Friðjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarborgar, s. 585 5791.