Þetta stóð tekur því rólega í sumarblíðunni undir Þverárhlíð á Síðu

Þarfasti þjóninn

Frá því að land byggðist og fram á miðja 20 öld var íslenski hesturinn aðalsamgöngutækið til að komast milli héraða. Því var hann kallaður þarfasti þjónninn. Íslenski hesturinn kom með landnámsmönnunum fyrir yfir þúsund árum, og þótt ótrúlegt sé, hefur lítið sem ekkert verið flutt inn af hestum síðan. Íslenska hrossakynið sem er komið af Norlands-hestinum norska, hefur því ræktast og þróast án blöndunnar við önnur kyn í yfir þúsund ár. Það sem gefur íslenska hestinum sérstöðu er að hann er með fimm gangtegundir. Íslenski hesturinn hefur yfir 40 grunnliti, og hundrað litaafbrigði, algengustu grunnlitirnir eru tveir, rauður og brúnn. Það eru rúmlega 80.000 hross á Íslandi í dag, og bestu hrossin eru seld fyrir tugi milljóna, mörg hver til útlanda, þar sem þau eru ákaflega vinsæl.

Vestur-Skaftafellssýsla 28/07/2021  14:15 35mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson