Bakkafjörður

Norðurstrandarleiðin

Þar sem skrefin eru stigin með eftirvæntingu

Norðurstrandaleiðin, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri, býður ferðamönnum að kanna hina fáförnu og mikilfenglegu norðurströnd Íslands. Alls eru þetta 900 km og má segja að ný ævintýri bíði ferðalanga við hvert fótspor þar sem óspillt umhverfi blandast bæjum og þorpum rétt við heimskaupsbauginn auk þess sem miðnætursólin og norðurljósin eiga sinn þátt í upplifuninni.

Vatnsnes í miðjum Húnaflóa er 40 km langt og vel gróið nes, en hæsti tindur þess er Þrælsfell, rúmlega 800m yfir sjávarmáli. Fjölskrúðugt fuglalíf er á Vatnsnesi sem gaman er að skoða auk þess sem kostur er á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi, þá helst um háfjöru. Hvammstangi er þéttbýliskjarni Húnaþings vestra og stendur hann á vestanverðu nesinu um 6 km frá þjóðveginum.

Vatnsnes

Austan við Vatnsnesið, í flæðarmálinu, stendur klettur nefndur Hvítserkur – sérkennilega brimsorfinn klettur sem þykir afar myndrænn. Talið er að nafn hans sé dregið af fugladriti en vegna þess er kletturinn hvítur. 

Hvítserkur

Skín við sólu Skagafjörður, skrauti búinn, fagurgjörður sagði í kvæðinu og segja gárungarnir að Skagafjörður skarti einna fallegustu umgjörð náttúru á Íslandi. Skagafjörður hefur einnig staðið upp úr sem mekka hestamennskunnar, enda hrossarækt þar mikil og gaman að láta vindinn þjóta á baki íslenska hestsins.

Skagafjörður

Nyrsti bær Íslands og einn frægasti síldarbærinn er Siglufjörður, enda fáir bæir á Íslandi með jafn viðamikla sögu. Öflugt tómstundarstarf er í firðinum enda íþróttaiðkun mikil og víðtæk; má telja sundlaug, líkamsræktaraðstöðu, fótboltavöll, skíðasvæði og golfvöll meðal þess sem hægt er að leggja kapp á.

Siglufjörður

Grímsey er grösug og búsældarleg eyja, auðug af fiski og fuglalífi og staðsett uþb 40 km norður frá meginlandinu. Skemmtilegt er að segja frá því að Heimskautsbaugurinn sker þvert í gegnum Grímsey frá vestri til austurs um norðurhluta eyjarinnar og má með sanni segja að þar skíni miðnætursólin hvað skærast.

Grímsey

Akureyri er annað fjölmennasta sveitarfélag á Íslandi þar sem búa rétt rúmlega nítján þúsund manns. Má segja að bærinn iði af mannlífi, menningu og list, tónlistarskemmtanir haldnar reglulega, ma. á Græna Hattinum auk þess sem stutt er í margar helstu náttúruperlur landsins.

Akureyri

Húsavík, sem gerði garðinn frægan í „Eurovisionmyndinni þar sem lagið JaJaDingDong kom við sögu“, er elsta byggða ból landsins. Hvalaskoðunarferðir út á Skjálfandaflóann þykja afar vinsælar og árangursríkar og má njóta þeirra umvafinn ríkri náttúrufegurð.

Húsavík

Ásbyrgi er talið eitt af náttúruundrum Íslands en það er svokölluð hamrakví, staðsett í Vatnajökulsþjóðgarðinum. Talið er að kvíin hafi myndast við tvö hamfarahlaup í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir 8-10 þúsund árum en hið seinna fyrir 3 þúsundum ára. Samkvæmt ásatrú hinsvegar er kvíin hóffar eftir hestinn Sleipni sem sté þar niður heldur þungt á ferð sinni um landið. Landslagið er mikilfenglegt, og unun þess að njóta.

Ásbyrgi

Í gegnum Langanes liggur leiðin að lokum á Bakkafjörð, endastöð Norðurstrandaleiðarinnar. Yfir Bakkaflóann, við gömlu höfnina, má sjá fjöllin á Langanesi bera við sjóndeildarhringinn. Umvafið náttúrufegurð einkennir kyrrð og ró svæðið sem gefur góða sýn á lífið á afskekktum stað.

Langanes Peninsula

Það má með sanni segja að Norðurstrandaleiðin snúi baki við troðnum slóðum; þar sem frelsið og ævintýrin leiða ferðamanninn hönd við hönd, kílómetra eftir kílómetra. Sannarlega ferð sem á engan sinn líka.