VERÐLAUNA LJÓSMYNDARINN STEINIPÍP

Þorsteinn Ásgeirsson pípari hefur ferðast um hálendið í sextíu ár. Hann gagnrýnir harðlega áform um ríkisvæðingu hálendisins og telur sveitarfélög miklu betur í stakk búin að vernda og annast um hálendið

Þorsteinn Ásgeirsson [1950] var ellefu ára gamall þegar hann hóf að ferðast um hálendið. Nú eru slétt sextíu ár frá því hann hóf ævintýraferðir sínar. Þorsteinn sem er með listamannsnafnið Steinipíp hafði besta mögulega kennara, sjálfa goðsögnina Guðmund Jónasson [1909-1985] bílstjóra og frumkvöðul í könnun hálendisins. Guðmundur Jónasson var frá Múla í Húnavatnssýslu og eignaðist sinn fyrsta bíl 1929. Þorsteinn drakk í sig fróðleik; sögur um land og fólk. Ungur keypti Steinipíp sína fyrstu myndavél og hóf að mynda hálendið.

Þorsteinn Ásgeirsson AKA Steinipíp

Ein fyrsta ferð Steinapíp með Gumundi var til Landmannalauga. Hann hlustaði á Guðmund lýsa því hvernig fyrstu kynslóðir landnámsmanna höfðu farið til fjalla að smala fé og hittust í Landmannalaugum. Þeir fóru að Hattveri í Jökulgili djúpt inn í Landmannalaugum, þar sem Torfi ríki Jónsson frá Klofi í Landsveit hafði leitað skjóls frá Plágunni seint á 15. öld. Skammt frá er Frostastaðavatn þar sem svo seint sem um miðja 19. öld gagnamenn höfðu vara á gagnvart útilegumönnum sem sagt var að hefðust við á hálendinu.

Gaman er að ferðast um hálendið, skoða það og kynnast sögu þess örlítið betur. Allir vegaslóðar ættu að vera varðveittir og notaðir, þeir eru orðnir minjar og hafa mikið menningarlegt gildi. Sögusagnir frá aldamótunum 1900 segja að Landmenn og Skaftfellingar hafi eldað grátt silfur saman. Töldu þeir hvor aðra vera útilegumenn ef þeir sáust í Veiðivötnum og kom fyrir að menn börðust, jafnvel með byssum. Mig grunar þó að þeir hafi aðeins verið að sækja sér silung í „Vötnin“. Útilegumannatrúin var sterk á þessum tíma og ef menn sáust á hálendinu var yfirleitt álitið að viðkomandi væri annaðhvort sauðaþjófur eða útilegumaður. Í dag eru þeir kallaðir utanvegaaksturs-skussar.

Neil Armstron & Edmund Hillary

NASA valdi Ísland til að þjálfa geimfarana svo þeir kynntust landslagi sem líktist tunglinu. Þeir lentu á tunglinu í júlí 1969. Það var þá sem Neil Armstrong [1930-2012] mælti hin fleygu orð: „Lítið skref fyrir mann en risaskref fyrir mannkyn.“ Þeir voru hér sumarið 1965. Guðmundur Jónasson var valinn til þess að fara með þá um hálendið, þar á meðal til Öskju. Þegar Edmund Hillary [1919-2008] heimsótti Ísland árið 1954, þá var Guðmundur fenginn til að sýna sir Edmund hálendið, en hann hafði klifið Everest árið áður 1953. Slík var virðingin sem borin var fyrir Guðmundi, að það þótti sjálfsagt að hann og enginn annar sýndi þessum höfðingjum dýrð hálendisins.

Frá upptökum Blákvíslar er áfram haldið á Öldufellsleið. Þar komum við að Blákvíslarfoss þar sem farið er yfi r á fossbrúninni. Ef maður er að keyra í átt að Mýrdal er farið niður smáspotta sem beygir niður fyrir ánna. Það má eiginlega ekki sleppa þessum spotta því fossinn er einstaklega fallegur og vatnið kalt og bragðgott. Sumir segja þó að það sé landabragð af vatninu frá fyrri tímum. Þegar ferðalangar eru búnir að njóta fegurðar fossins er keyrt áfram á bjargbrúninni. Aðeins neðar er hægt að skoða Hafursey og jafnvel aka hringinn í kringum hana. Á svipuðum slóðum er Þakgil sem má ekki sleppa.

Kýldi Guðmund á nefið

„Ég lærði mikið af Guðmundi. Oft hef ég velt fyrir mér hvers vegna við urðum svo góðir vinir sem raun bar. Ég sem unglingur og Guðmundur þjóðsagnapersóna. Hann tók mig eitt sinn upp á eyrunum. Það var ekki óalgengt í þá tíð að fullorðnir tækju börn upp á eyrunum. Ég var tólf ára og sársaukinn var mikill svo ég kýldi hann beint á nefið. Vinátta okkar óx við þetta atvik, svo merkilegt sem það er,“ segir Steinipíp góðlátlega í samtali við Land & sögu. „Mikilfengleiki og frelsi drógu mig aftur og aftur upp á hálendið. Ég varð svo pípulagningamaður og varð Steinipíp sem svo varð listamannsnafn mitt,“ segir hann. Steinipíp er ósáttur við ríkisvæðingu hálendisins og finnst sem svört ský séu við sjóndeildarhring þar sem stjórnlyndir búrókratar muni taka það yfir og svipta fólk frelsinu. Fagurgali þeirra og þeirra líkra hylji raunverulegan ásetning sem er að taka yfir allt sem fólki er kært.

Það er ákveðin upplifun að fara Öldudalsleið sem er algjört augnakonfekt, en viðlíka upplifun er bara hægt að fi nna á hálendinu. Botnjökull er til hægri í myndinni. Öldufell er á miðri mynd og fremst fyrir miðju eru upptök Bláfj allakvíslar, Bláfj öll til vinstri. Torfajökull er aðeins norðar, en þessi staður tengist Torfa nokkuð. Sagt er að hann hafi farið þarna um með stúlku sem hann nam á brott. Frændi hennar veitti honum eftir för og er sagt að Torfi hafi ekki átt annarra kosta völ en að stökkva yfi r þrengsta hluta gljúfursins til að komast undan, sem tókst. Frænda stúlkunnar tókst þó ekki stökkið og hékk á lítilli hríslu á blábrúninni. Stúlkan bað Torfa að höggva á hrísluna en hann ákvað frekar að bjarga manninum. Þeir sættust þá helium sáttum og Torfi fékk stúlkuna sína. Örnefni sem sögð eru nefnd eftir téðum Torfa eru: Torfajökull, Torfatindur, Torfmýri, Torfafi t og Torfavatn. Blesamýri og Faxi eru sögð nefnd eftir hestum hans.

Hálendisþjóðgarður

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017-2001 var gerð afturreka með hálendisþjóðgarð og kom lögunum ekki í gegn um þingið: sagt er að það eigi að vernda hálendið og dýralíf í þágu fólks; friðland fyrir þá sem vilji njóta náttúrunnar. Mörgum finnst þetta marklaus fagurgali. Þeirra á meðal er Steinipíp. Þjóðgarður hefur verið hugðarefni Vg og þeir sem hafa andmælt kallaðir „örlítill grenjandi minnihluti“ af Steingrími J. Sigfússyni. Þeir sem ferðast um hálendið og upplifa frelsi þess hafa andmælt þessum búrókratísku áformum. Þeir mótmælta ríkisvæðingu hálendsins og ofríki stjórlyndra landvarða. Ofríki margra sé þegar til vandræða og vont muni bara versna.

Mælifell á Mælifellssandi er á miðri mynd. Mælifell er gott kennileiti og sést víða að. Rétt við fellið er kvísl sem heitir Brennivínskvísl. Nafn hennar þykir ærið nóg tilefni til að snafsa sig rækilega á meðan lúin bein eru hvíld fyrir áframhaldandi ferðalag. Um nafn kvíslarinnar segir að Þorlákur biskup hafi átt þar leið um með föruneyti. Þegar komið var að kvíslinni fóru menn af baki en Þorlákur hafi þá tekið upp lítinn pela með brennivíni og sagt: „Þið sjáið það, piltar, að ekki drepur vínið okkur á fj allinu.“ Drukku þeir svo allir úr pelanum. Mælifellssandur er talinn illur yfirferðar fyrri hluta sumars sökum bleytu og er varla fær fyrr en um miðja júlímánuð. Ég var þarna á ferð með vinum mínum í afar góðu veðri og færðin hin ákjósanlegasta. Við létum okkur þó nægja kaffi sopi og skemmtilegt spjall þegar við komum að Brennivínskvísl.
Umhverfi Skælinga er einstakt, líkt og náttúrunnar lystigarður. Til að komast þangað er ekið að Nyrðri-Ófæru á vaði rétt austan við Eldgjá og upp á eystri brún Eldgjár, eftir veginum að Gjátindi. Fljótlega eftir að komið er upp á brúnina eru gatnamót þar sem ekið er niður brekku í átt að Skaftá. Þeim slóða er fylgt að skálanum. Ef haldið er áfram frá Skælingum upp að Langasjó er ekið um það bil einn kílómetra í vatnsborðinu á Blautulónum. Gæta þarf þess að vatnið er aðdjúpt og því þarf að aka eins nálægt bakkanum og mögulegt er. Þessi leið er torfærari og þarf að vera á vel búnum jeppum, en ekki ætti að leggja í leiðina um Blautulón á óbreyttum jeppum. Þessi leið er vel þess virði að fara.

Sveitarfélögin ekki lamandi ríkishönd

Steinipíp er mjög gagnrýninn á hálendisþjóðgarð. Hann hefur sjálfur mátt sæta ofríki landvarða sem hafa farið framúr lagaheimildum, ekki allra en margra. Hann hefur skrifað gegn ríkisvæðingu hálendisins. „Það er fráleitt að fólk geti ekki ferðast um hálendið án þess að sæta ofríki stjórnlyndra landvarða sem leika löggur. Það gengur gegn sjálfri náttúrunni og frelsinu sem menn upplifa. Þessir tilheiging til stjórnlyndis er raunar ekki bara á hálendinu, lamandi hönd ríkisins heftir og heldur aftur af fólki. Fólk verður að mótmæla og stöðva þessa ósvinnu. Það er miklu betri lausn í boði. Sveitarfélögum er vel treystandi til þess að annast um og varðveita náttúruperlur og hefðu auk þess hag af því að laða ferðamenn upp á hálendið þar sem þeir fengju notið náttúru án lamandi ríkisafskipta,“ segir Steinipíp. -HH

Þegar ég kom fyrst inn í Skælingar varð ég hugfangin af staðnum. Þessar sérstöku hraunmyndanir eru víðar en alltaf þess virði að stoppa og taka nokkrar myndir. Hraundrangarnir urðu til þegar hraun rann frá Eldgjá. Það mynduðust stíflur í hraunstraumnum og safnaðist mikið magn hrauns í tjarnir. Yfirleitt rofnar stíflan og í Skælingum hafa verið komnir tappar sem kældust meira en hraunið í pollinum, sennilega vegan uppsöfnunarefna sem hafa annars konar storknunarferli. Þessir hrauntappar urðu eftir en hraunið úr tjörninni flaut áfram sína leið.
Þessi mynd er tekin með dróna yfir Langasjó, með leyfi Vatnajökulsþjóðgarðs. Upp eftir miðri myndinni við Langasjó eru Fögrufj öll sem enda inni í Vatnajökli. Einnig má sjá Skaftá liðast í rólegheitum, fram hjá Fögrufjöllum. Lengra inn á Vatnajökli lengst til hægri má greina Grímsfjall. Til vinstri á myndinni gengur fjallgarður inn með vatninu. Þar gnæfi r hæst Breiðbakur en þangað er akfært. Næst má greina Niðri- og Syðri-Hágöngur sem eru áberandi víða að á hálendinu. Bárðarbungu má sjá á myndinni en hægrísandi jökullinn varð til þess að flugvélin Geysir nauðlenti á hábungu Vatnajökuls. Sagan segir að lendingin hafi verið svo mjúk að flugfarþegar fundu ekki fyrir neinu og vissu ekki að þeir væru lentir. Faðir minn var einn af þeim sem fór á jökulinn til björgunar og sagan segir að hann hafi misst við það 7 kíló. Eins sagði hann mér að gull hafi verið í vélinni sem hann sótti. Seinna meir fékk ég belgmyndavél sem fannst í Geysi, upp frá því, byrjaði ég að taka myndir.
Fáir staðir jafnast við Tungnaá í fegurð. Myndin er tekin með dróna í suðvesturátt. Á myndinni má sjá Heklu gnæfa upp úr lengst til hægri. Til vesturs má greina reyk (eins og snjór) í fjöllunum en þar eru Landmannalaugar. Fjallhryggurinn Barmur teygir sig frá Landmannalaugum en lengst til vinstri er Torfajökulssvæðið. Ekki má gleyma Ljótapolli sem ber nafn með rentu og Frostastaðavatni aðeins lengra til hægri. Frostastaðavatn er sennilega mest ljósmyndaða vatn hálendisins, enda er umhverfið ægifagurt.
Myndin er tekin ofan við gígaröð sem ber nafnið Lakagígar og endar í móbergsfjalli sem heitir Laki. Ekki er vitað til að gígar í gígaröðinni beri einstök nöfn. En mér hefur verið tjáð að sveitungar viti hvað margir gígar heita. Einn ber nafnið Tjarnargígur.
Lakagígar eru gígaröð á 25 km langri gossprungu vestan Vatnajökuls. Gígaröðin heitir eftir gömlu móbergsfjalli sem Laki nefnist og er nálægt miðri mynd. Lakagígar voru friðlýstir árið 1971 en svæðið varð til í Skaftáreldum árin 1783-1784 sem var eitt mesta gos Íslandssögunnar. Áður fyrr var gígaröðin kölluð Eldborgir.
Eldgosið í Lakagígum hófst á hvítasunnudag 8. júní 1783 að undangenginni jarðskjálftahrinu. Lakagígar liggja á tíu samhliða sprungum sem hver er 2-5 km löng. Við suðurenda gígaraðarinnar við fjallið Hnúta opnaðist fyrsta sprungan. Gosið kom svo í hrinum sem hófust með jarðskjálftum. Goshrinurnar hafa sennilega verið tíu eins og sprungurnar sjálfar. Í gosinu mynduðust um 135 gígar og 2-500 metra breiður sigdalur frá rótum Laka og tvo kílómetra suðvestur fyrir hann. Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfi r Íslandi sem barst síðan yfi r Evrópu, Asíu og Ameríku. Mikil mengun fylgdi móðunni sem olli eitrun í gróðri svo stór hluti búpenings drapst á Íslandi sem aftur leiddi af sér hungursneyð meðal landsmanna. Móðan og gosaskan ollu líka köldu veðurfari vegna þess að þau drógu úr inngeislun sólar og deyfðu sólskinið. Þetta voru móðuharðindin svokölluðu, mestu harðindi sem dunið hafa yfi r Íslendinga. Eldgosið er eitt mannskæðasta eldgos í mannkynssögunni.
Hraunið úr Lakagígum þekur um 600 km² (og lagði bara bæi).
Einn af mögnuðum stöðum Fjallabaksvæðisins er gígurinn Rauðibotn: Rauður og grænn smaragður umkringdur eldfj allaeyðimörkum milli Torfajökuls og Mýrdalsjökuls. Rauðibotn er stórkostlegri séður frá Hólmsá og fossum hennar, sem mynda stórbrotið perluband.
Rauðibotn er hluti keðju eldgíga sem teygir sig um miðhálendið frá Mýrdalsjökli að Vatnajökli. Eldgjá er tengt eldstöðinni Kötlu þar sem báðar eru hluti af sama eldstöðvakerfi . Eldgjá hefur aðeins gosið einu sinni síðan landnám. Á 10. öld eða nánar tiltekið árið 934, gaus Eldgjá en það er vera stærsta eldgos sem orðið hefur á Íslandi undanfarin árþúsundir.
Gosið 934 var um 18 kílómetrar að rúmmáli og þekur um 800 ferkílómetra. Gjóskan frá gosinu er um 5-7 ferkílómetrar. Hraunið er svo stórt að það myndi þekja alla New York borg og áhrif gossins á veðurkerfi heimsins voru skelfi leg. Það olli uppskerubresti og hungri í Evrópu og hitastig lækkaði á öllu norðurhveli jarðar.
Auðveldasta leiðin til að ná til Rauðibotns er frá Syðri Fjallabaksleið á hálendisslóða. Það má leggja á bílastæði við Mælifellssandi eða á veginum nær gígnum til að vernda svæðið betur gegn göngutraðki. Stórkostlegt útsýni er yfi r gíginn af fjallshrygg suður af gígnum. Þeir sem eru orðnir fótlúnir geta skoða gíginn vel með góðum dróna og tekið myndir eins og ég gerði. Með því geta fleiri notið þessarar stórbrotnu náttúru.
Hvalvatn í enda Hvalfjarðar er mjög fallegt vatn sem og umhverfi þess. Hvalvatn er annað dýpsta stöðuvatn Íslands, 4,1 km_ að fl atarmáli. Það er 180 m djúpt þar sem dýpst er mest, og liggur í 378 m yfi r sjávarmáli.
Leiðinn frá Uxahryggjavegi að vatninu er seinfarin og ekki fært slyddujeppum. Hvalfell er framan við vatnið á myndinni í stórbrotnu og fallegu umhverfi , en fjallið sem rís sunnan megin upp frá vatninu eru Botnssúlur. Botnsá rennur úr Hvalvatni til sjávar í Hvalfirði.
Það eru 2 tegundir af bleikju í vatninu, og getur önnur þeirra orðið gríðarstór. Heyrst hefur af fiskum allt að 12 pundum á stærð, en hin bleikjutegundin er töluvert minni.
Botnssúlur er vinsæl fyrir göngugarpa, þar er þyrping móbergstinda sem heita Háasúla, Miðsúla, Norðursúla, Syðstasúla (1093m) og Vestursúla. Öll eiga þær það sameiginlegt að vera á milli Botnsdals í Hvalfirði og Þingvalla og eru í svipaðri hæð. Einnig er dalur á milli súlnanna sem heitir Súlnadalur. Leiðin á milli Þingvalla og Botnsdals heitir Leggjabrjótur en það er fræg gönguleið