Páll Stefánsson ljósmyndari fór í bæinn til að fanga þjóðhátíðarstemninguna

Íslendingar halda upp á stofnun íslenska lýðveldisins á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar (1811-1879) frelsishetju Íslendinga. Það var glatt yfir fólki í miðbæ Reykjavíkur nú í ár, samtökutakmarkanir vegna Covid-19 voru rýmkaðar þremur dögum fyrir daginn stóra. Nú máttu 300 manns koma saman. Þrátt fyrir að lofthitinn væri bara rúmar 10°C / 50°F, hékk hann þurr, sem gerði auðvitað þennan stóra dag enn betri. Dagskráin var lágstemmd, lúðrasveitir og sirkusfólk færði sig til og frá í miðborginni, til þess að mannfjöldinn myndi dreifa sér vel um höfuðborgina.