Þrammað í þorpið
Söguganga í Viðey með Stefáni Pálssyni
Þriðjudag 16. júní kl. 19:30

Stefán Pálsson sagnfræðingur mun leiða áhugaverða sögugöngu um Viðey þriðjudagskvöldið 16. júní og ganga með gesti um austurhluta eyjarinnar.

videy trabbadÁ seinni öldum tengdist Viðey ýmsum nýjungum á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Þorpið á austanverðri Heimaey var blómleg byggð sem naut góðs af hafnarleysi Reykjavíkur í upphafi tuttugustu aldar. Með tímanum varð hún þó að láta undan síga en af staðnum eru til ófáar sögur sem Stefán mun glæða lífi með sínum hætti.

Á þriðjudagskvöldum eru aukaferðir til Viðeyjar frá Skarfabakka  kl. 18:15 og 19:15.  Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í eynni áður en leiðsögn byrjar.

Gangan hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu en siglt verður heim kl. 21.00. Gjald í ferj¬una fram og til baka er kr. 1100 fyrir fullorðna og kr. 550 fyrir börn 7–15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Við minnum á að handahafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og í Viðeyjarstofu en handhafar Gestakorts Reykjavíkur sigla frítt. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.

Tengiliður: Ágústa Rós Árnadóttir 820-1977

Borgarsögusafn Reykjavíkur
Grandagarði 8
101 Reykjavík
S: 411 6300
[email protected]
www.borgarsogusafn.is