Á 19. öld býr einn mesti kvennskörunugur Íslands, Þuríður formaður á Stokkseyri. Formaður var það sem við köllum nútímamáli skipstjóri. Þuríður stundaði sjóinn til ársins 1843, þegar hún kom í land, 66 ára gömul. Hún var fædd á næsta bæ Eyrarbakka árið 1777, sem þá var einn stærsti verslunarstaður landsins. Árið 1949 var endurbyggð Þuríðarbúð, nálægt þeim stað sem Þuríðarbúð stóð forðum. Það tíðkaðist ekki á þessum tíma, og er reyndar enn að kvennfólk sóttu ekki sjóinn, hvað þá að vera formenn.
Í dag er Stokkseyri en af þessum földum perlum. Þarna mætist nútíminn og fortíðin í skemmtilegri blöndu við fallega suðurströndina. Í dag búa 521 manns á Stokkseyri, en bærin er fær nafn sitt af setstokkum, sem landnámsmaðurinn Hásteinn Atlason, sonur Atla jarls hins mjóa, henti fyrir borð árið 899, og ráku þær á land þar sem nú er Stokkseyri. Hann nam þar land.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Stokkseyri 17/07/2023 : A7R IV, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G