Þoka í miðnætursól í Veiðileysifirði MinÊtursÛl NÛtt

Því miður, eilíf slagsmál

Líklega koma fæstir ferðamenn, sem ferðast um Ísland norður í Strandasýslu. Er það miður. Landsvæði sem nær frá Hrútafirði við vestanverðan Húnaflóa í suðri og alla leið norður í Hornstrandafriðlandið. Landið, landslagið er mótað af miklum sjávarágangi sem og ísaldarjöklum. Djúpir firðir, víkur og dalir með litlu undirlendi einkenna svæðið. Strandirnar eru fallegar á sinn hátt, mikið um fuglalíf og fallegar fjörur, fullar af reka. Sauðfjárrækt og smábátaútgerð frá tveimur þorpunum á Ströndum, Hólmavík og Drangsnesi eru aðalatvinna íbúanna sem ná ekki þúsund. Fámennasti hreppur landsins Árneshreppur, sá nyrsti á Ströndum er með innan við fimmtíu íbúa. Vegasamband við umheiminn frá Árneshreppi er ekki í boði yfir háveturinn. Aðföng koma með flugi til flugvallarins á Gjögri frá Reykjavík, tvisvar í viku. En það er fallegt, einstakt norður á Ströndum. Þrátt fyrir rysjótt veðurfar. Eitt það kaldasta á landinu. Maður bara klæðir sig upp, og gleðst yfir þokunni og sólinni sem eru þarna í eilífum slagsmálum.  

Höfnin í Hólmavík
aust á Gjögri
Sundlaugin á Krossnesi í Árneshreppi, ein sú besta á landinu
Frá Galdasýningunni, Hólmavík
Suðurland í Djúpavík í Reykjarfirði
Djúpavíkurfoss í Djúpavík
Reykjarfjörður
Vegur 643 frá Hólmavík og norður í Árneshrepp, hér við sunnanverðan Reykjarfjörð
Gjögur

Strandasýsla 21/02/2024 : RX1RII, A7RIII : 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.4/50mm Z +503CW 3.5/100mm
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson