Hús Þjóðminjasafn Íslands, opnað 1950

Tuttugu ljósmyndaár á Þjóðminjasafninu

Þjóðminjasafn Íslands er eitt af höfuðsöfnum Íslands. Safnið er stofnað árið 1863, fyrir 161 ári, og hét Forngripasafnið fram til 1911 þegar það fær sitt núverandi nafn. Fyrst var safnið á vergangi, en fær síðan inni í Dómkirkjunni, Tukthúsinu við Skólavörðustíg, Alþingishúsinu, í húsi Landsbanka Íslands við Austurstræti, og frá 1908 á efstu hæð í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Við stofnun lýðveldisins fyrir 80 árum, ákvað Alþingi að reisa safninu eigið hús, og var flutt í það frá Safnahúsinu í nýtt hús á horni Suðurgötu og Hringbrautar árið 1950, og er þar enn. Fyrir tuttugu árum, árið 2004, var opnaður á fyrstu hæð sýningarrýmið Myndasalur. Salurinn hefur alla tíð verið helgaður samtímaljósmyndun, og hefur Þjóðminjasafnið lagt áherslu að sýna verk sem endurspegla sköpunargáfu íslenskra ljósmyndara. Á sýningunni sem nú stendur yfir, er litið um öxl, sýnt úrval mynda sem sýndar hafa verið í Myndasalnum síðustu tvo áratugi.

Frá sýningunni Myndasalur í 20 ár á Þjóðminjasafni Íslands
Frá sýningunni Myndasalur í 20 ár á Þjóðminjasafni Íslands
Frá sýningunni Myndasalur í 20 ár á Þjóðminjasafni Íslands
Frá sýningunni Myndasalur í 20 ár á Þjóðminjasafni Íslands
Frá sýningunni Myndasalur í 20 ár á Þjóðminjasafni Íslands
Frá sýningunni Myndasalur í 20 ár á Þjóðminjasafni Íslands
Frá sýningunni Myndasalur í 20 ár á Þjóðminjasafni Íslands

Reykjavík 17/04/2024 : A7RIV, RX1R II –  2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson