Umferðaræðin Hringbraut

Það er farið að skyggja. Það gerist svo hratt í Reykjavík í byrjun ágúst. Í gærkvöldi um hálf ellefu var farið rökkva þegar myndin var tekin austur Hringbrautina, stofnæðin til og frá  vesturhluta höfuðborgarinnar. Lengst til vinstri á myndinni má sjá sex byggingarkrana. Þarna eru stærstu byggingarframkvæmdir íslandssögunnar, verið að byggja nýjan Landspítala Háskólasjúkrahús fyrir okkur öll. Á miðri mynd, efst uppi á Öskjuhlíðinni littlum hól í borgarlandinu má sjá upplýsta Perluna hvíla á sex hitaveitutönkum. Í Perlunni er safn, og veitingastaðir, og auðvitað gott útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Perlan var vígð fyrir 30 árum, árið 1991. Til vinstri á myndinni má sjá lendingarljósin á Reykjavíkurflugvelli. Flugvöll sem Bretar byggðu í síðari heimsstyrjöldinni og hefur verið miðstöð innanlandsflugs á Íslandi síðan 1945. Staðsetningin hefur verið umdeild undafarin ár, mörgum finnst ekki við hæfi að besta byggingarland borgarinnar, í miðri borginni sé nýtt undir flugvöll.

Strætisvagninn er á leið úr Skerjafirði og upp á Hlemm og þaðan áfram í austurborgina

Reykjavík 16/08/2021  22:22 : A7RIV 1.8/20mm G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson