Iceland Airwaves tónlistarhátíðin, sú lang stærsta á íslandi, var formlega sett í morgun af Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni á elliheimilinu Grund. Þar stigu á stokk tvær af okkar skærustu stjörnum, Una Torfa og Mugison, fyrir gesti heimilisins, leikskólabörn og auðvitað gesti hátíðarinnar í hátíðarsal Grundar. En þessi skemmtilegi siður hefur verið í meira en áratug, að opna formlega hátíðina þarna. Í ár koma fram yfir eitt hundrað hljómsveitir eða einstaklingar á Iceland Airwaves, sem fer fram að langmestu leyti í miðborg Reykjavíkur. Meðal annars, Daði Freyr, Hatari, Bombay Bicycle Club, Andy Shauf, Bríet, Trentemøller, Anjimile, Árný Margrét og auðvitað Emmsjé Gauti, Gróa og Kónguló. Icelandic Times fór auðvitað á Grund og tók upp stemminguna. Þar fann hann enga Kónguló, en hún verður í Fríkirkjunni á laugardag klukkan 19:50.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 02/11/2023 – A7C, A7R IV, RX1R II, A7R III : 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM