Una Torfa & Mugison opna Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin, sú lang stærsta á íslandi, var formlega sett í morgun af Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni á elliheimilinu Grund. Þar stigu á stokk tvær af okkar skærustu stjörnum, Una Torfa og Mugison, fyrir gesti heimilisins, leikskólabörn og auðvitað gesti hátíðarinnar í hátíðarsal Grundar. En þessi skemmtilegi siður hefur verið í meira en áratug, að opna formlega hátíðina þarna. Í ár koma fram yfir eitt hundrað hljómsveitir eða einstaklingar á Iceland Airwaves, sem fer fram að langmestu leyti í miðborg Reykjavíkur. Meðal annars, Daði Freyr, Hatari, Bombay Bicycle Club, Andy Shauf, Bríet, Trentemøller, Anjimile, Árný Margrét og auðvitað Emmsjé Gauti, Gróa og Kónguló. Icelandic Times fór auðvitað á Grund og tók upp stemminguna. Þar fann hann enga Kónguló, en hún verður í Fríkirkjunni á laugardag klukkan 19:50.

Una Torfa að mála sig á Grund, rétt fyrir tónleikana
Una Torfa hóf tónleikana
Hennar vinsælasta lag er Fyrrverandi…
…og Í löngu máli
Það eru 20 ár síðan Mugison kom fyrst fram á Iceland Airwaves
Tónleikagestur að taka upp Mugison
Hans stærsta lag er Stingum af
Hér syngur hann Gúanó Stelpan, hans næst vinsælasta lag
Frá vinstri Una Torfa, Mugison, Guðni Th Forseti Íslands, og síðan Ísleifur Þórhallsson framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 02/11/2023 – A7C, A7R IV, RX1R II, A7R III : 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0