Útivistarperlan Grótta

Útivistarperlan Grótta

Vestast á höfuðborgarsvæðinu, yst á Seltjarnarnesi er smáeyjan Grótta með sínum stásslega vita. Núverandi viti var byggður árið 1947, og tók við hálfvita sem var byggður hálfri öld fyrr. Grótta þótti mjög góð útvegsjörð gegnum aldirnar, þangað til Básendaflóðin miklu 9 janúar 1799 eyðilögðu bæði bátalendingar og tún eyjarinnar. Nú er svæðið eitt af helstu útivistarsvæðum höfuðborgarsvæðisins. Þarna viðrar fólk hundana sína, skellir sér á brimbretti, áir þegar það er að hjóla umhverfis Reykjavík, eða bara nýtur golunnar sem virðist eiga heima á og við Gróttu allan ársins hring. Á varptímanum frá 1 maí til 15 júlí er ekki leyfilegt að fara út í eyjuna. Það er gert til að vernda það mikla fuglalíf sem verpir þarna á nesinu. Einungis er hægt að ganga á fjöru út í Gróttu.

Eyðið sem gengið er út í Gróttu á fjöru, er til vinstri á myndinni.‘Eyðið sem gengið er út í Gróttu á fjöru, er til vinstri á myndinni.

Seltjarnarnes  19/09/2021 14:01 – A7R IV : FE 1.8/14 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson