Árósar Elliðaár, Esjan í bakgrunni

Vænt & grænt

Eitt stærsta græna svæðið innan Reykjavíkur er Elliðaárdalurinn, sem er jafnframt eitt vinsælasta svæði höfuðborgarinnar til útivistar. Um dalin rennur Elliðaá, laxveiðiá sem hefur verið í eigu Reykjavíkurborgar síðan 1906. Laxveiði hefur líklega verið stunduð í ánum, frá því land byggðist, enda áin gjöful. Um 2500 laxar ganga upp í árnar á hverju sumri, og fjöldi áætlaðra gönguseiða sem ganga út árlega er um 15 þúsund. Auðvitað er það einstakt að hafa laxveiðiá í miðri höfuðborg. Fyrsta brúin yfir ánna, sem ekki er löng, og kemur upp í Elliðavatni í Heiðmörk var byggð árið 1883. Fuglalíf er fjölbreytt, en um 25 tegundir verpa í Elliðaárdal. Dalurinn er mjög grænn, en rúmlega 300 tegundir háplantna eiga þar nú heimkynni. Í hátt í hundrað ár hefur verið stunduð trjárækt í dalnum, enda er hann orðin mjög skjólsæll, með mjög góðum göngu og hjólastígum. Í botni dalsins er Leitahraun, sem rann fyrir 4.500 árum úr gíg á Bláfjallasvæðinu sem heitir Leitin. Sem sýnir okkur, að ef þar verða aftur eldsumbrot, er hætta að hluti höfuðborgarinnar gæti lent undir hraun. Icelandic Times / Land & Saga skrapp niður í Elliðaárdal í sumarblíðunni.
Þúsund tilbrigði af grænum lit, í Elliðaárdal
Ein af tveimur öndvegissúlum sem standa rétt norðan við Rafstöðina
Lúpínur í blóma
Nýtt leiksvæði sunnan við Rafstöðvarbygginguna
Leikið sér við Elliðaárnar
Göngu- og hjólabrú á Geirsnefi við ósa Elliðaár, byggðar voru tvær brýr eftir  verðlaunatillögu Teiknistofunnar Tröð
Alba Davíðsdóttir nýtur útiverunnar í dalnum
Rennt eftir laxi í Elliðaá
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 21/06/2023 : A7C, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0