Í miðjum miðbænum

 

Var á leið allt annað í hádeginu. Sá Tjörnina á hvolfi, hentist heim, til að sækja rétta linsu, og allan tíman á leiðinni hugsaði ég; verður augnablikið farið. Það fór ekki. Skelin á Tjörninni hélt, hafði ekki bráðnað. En hittingurinn sem átti að að vera í hádeginu, frestaðist um þrjá tíma. Við Reykjavíkurtjörn hafa á sumrin um fimmtíu fuglategundir heimkynni í og við Tjörnina, þar af sjö andategundir. Nú í svartasta skammdeginu, um há vetur, eru þar álftir, einstaka endur, gæsir og fjöldi máva sem búa þarna í þessu sérstaka vatni í miðjum miðbænum.

Við frostmark
Spegil, spegill…
Skothúsvegur þverar tjörnina

 

Horft yfir Tjörnina frá Fríkirkjuvegi að Tjarnargötu
Tjarnargatan fremst, Landakotskirkja upp til vinstri, Landakotsspítali til hægri

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Reykjavík 24/11/2023 – A7R IV : FE 1.8/135 GM