Magnús Ólafsson (1862-1937) - Reykjavík Museum of Photography 1910-1920 Tvær stúlkur á Valhúsahæð. Í baksýn eru Mýrarhús og Reykjavík.

Valhúsahæð, Seltjarnarnesi

Ljósmynd eftir Magnús. Tvær stúlkur á Valhúsahæð. Í baksýn eru Mýrarhús og Reykjavík.

Valhúsahæð er hæð á Seltjarnarnesi. Hæsti staðurinn er 31 m. Hæðin var friðlýst árið 1998. Á hæðinni er rákað berg eftir ísaldarjökul.

Valhúsahæð, Seltjarnarnesi

Valhúsahæð var friðlýst sem náttúruvætti árið 1998. Á Valhúsahæð er rákað berg eftir ísaldarjökul. Þaðan er víðsýnt um Faxaflóa. Hæðin ber nafn sitt af húsum sem fyrr á öldum geymdu veiðifálka Danakonungs. Valhúsahæð er hæsti staður á Seltjarnarnesi í 31 m hæð yfir sjó.

Á Valhúsahæð er graslendi, lítt grónir melar, mólendistorfur og votlendisblettir. Þar er að finna fjölda tegunda t.d. olurt, túnvingul, blóðberg, vallelftingu, krossmöðru, gulmöðru, túnfífla, blávingul, vallhæru, axhæru, vallarsveifgras, hvítmöðru, klóelftingu, vallhumal, kattartungu, gleym-mér-ei, umfeðming, grávíðir, þursaskegg, túnvingul, mosajafna, krækilyng, mósef, brjóstagras, gullmuru, lógresi, friggjargras, mýrfjólu, þrenningarfjólu, njóla, túnsúru, brennisóley og maríustakk svo eitthvað sé nefnt. Jarðfræði á Valhúsahæð er margbreytileg en þar er að finna laus jarðlög, basalthraunlög (grágrýti) og jökulrákir.

Einnig er vel hugsanlegt að forna eldstöð sé að finna á Valhúsahæð. Aldur grágrýtishraunanna á Seltjarnarnesi er nokkuð óljós, en talið er að þau hafi myndast á næst síðasta hlýskeiði. Laus jökulruðningur sem þar er að finna er væntanlega frá lokum síðasta jökulskeiðs. Á Valhúsahæð má skoða minjar sem tengjast hersetu og sögu hernámsins hér á landi í seinni heimstyrjöldinni Stærð náttúruvættisins er 1,7 ha.

Magnús Ólafsson (ljósmyndari)

magnus olafsson porto VEF-MOLI-223x300Magnús Ólafsson (10. maí 1862 að Hvoli í Saurbæ, Dalasýslu – 26. september 1937 í Reykjavík) var íslenskur ljósmyndari sem var virkur um og upp úr aldamótunum 1900. Hann tók myndir af sögulegum atburðum á borð við brunann mikla í Reykjavík 1915 og heimsókn Graf Zeppelins til Reykjavíkur árið 1930.

Flestar ljósmyndirnar hans eru úr höfundarétti samkvæmt íslenskum höfundalögum. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur að geyma 1.449 myndir eftir Magnús sem mynda kjölfestuna í safneign safnsins.   Magnús Ólafsson (10.maí 1862 – 26.júlí 1937) Magnús Ólafsson lagði stund á undirstöðufræði ljósmyndunar á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík og hjá danska hirðljósmyndaranum Peter Elfelt í Kaupmannahöfn árið 1901.

Í Kaupmannahöfn keypti Magnús sér fullkomin tæki til ljósmyndunar og setti upp ljósmyndastofu í Reykjavík skömmu síðar í Templarasundi 3. Magnús ferðaðist víða um land og var einn af brautryðjendum í töku landslagsmynda hér á landi. Jafnframt var Magnús fyrstur til að framleiða stereóskópmyndir, einkum landslagsmyndir,sem vöktu mikla athygli, innan lands sem utan, á íslenskri náttúrufegurð. Þá var Magnús fyrstur íslenskra ljósmyndara að lita stækkaðar ljósmyndir og notaði til þess vatnsliti. Magnús skrifaði handbók fyrir áhugaljósmyndara á íslensku sem bar heitið Stafróf ljósmyndafræðinnar I. Stutt leiðbeining fyrir viðvaninga (1914). Þá sat hann lengi í stjórn Ljósmyndarafélags Íslands og var fyrsti formaður þess.