Velkomin í Bakkafjörð

Lengra kemst maður ekki frá Reykjavík, en í Bakkafjörð, milli Þistilfjarðar og Vopnafjarðar. Það er alltaf mögnuð stemming að heimsækja þessu afskektu byggð, með tæplega 50 íbúum. Birtan er eitthvað svo mögnuð þarna á norðausturhorni Íslands, í nyrsta firði  Austurlands. Þó finnst örfáum sem fara þarna um, ekki mikið til koma Bakkafjarðar, sjá ekki fegurðina í fábreytileikanum. En eitt er víst, að fáir staðir á íslandi bjóða upp á meiri kyrrð, fallegri birtu en við Bakkafjörð, jafnvel um ískaldan dimman vetur. 

Vetrarstemmingar í Bakkafirði

Bakkafjörður

Vetrarstemmingar í Bakkafirði

Bakkafjörður  – A7R III 90 & A7R IV 50 & RX1R II 35

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson