Viðey við Reykjavík

Vitinn á Skarfagarði, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, hálfhvít Esjan í bakgrunni.

Viðey við Reykjavík

Viðey sem liggur 600 m / 1968 ft norðan við Laugarnesið í Reykjavík, var öldum saman talin ein af bestu bújörðum Íslands. Þar bjuggu höfðingjar og menntamenn, og ein elstu hús landsins Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa byggð milli 1753 og 1774, hýsti heldri fjölskyldur landsins er nú opin almenningi. Þar er nú veitingastaður. Öll eyjan sem er 1,7 km2 / 0,66 mi2 að stærð  og rís hæst 32 m / 105 ft yfir sjáv­ar­máli, er útivistarsvæði í eigu Reykvíkinga. Æðarfuglinn er algengasti fugl eyjarinnar, en alls verpa um 30 fuglategundir í Viðey. Í Viðey eru tvö útilistaverk eftir heimsþekkta listamenn, Áfangar eftir Richard Serra sett upp 1992, og Friðarsúlan til minningar um John Lennon eftir Yoko Ono frá árinu 2007. Yfir vetrarmánuðina eru ferðir út í Viðey, nokkrum sinnum á dag, en einungis um um helgar.

Myndatextinn : Vitinn á Skarfagarði, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, hálfhvít Esjan í bakgrunni.

Reykjavík  30/09/2021 07:54 – A7R IV : FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson