Framkvæmdir standa yfir við byggingu 360 íbúða á svokölluðum RÚV reit umhverfis Útvarpshúsið við Efstaleiti auk um 1.000 m² atvinnuhúsnæðis.

Íbúðirnar verða mjög fjölbreytilegar að stærð, eða á bilinu 28-100 m² og ein íbúð verður 160 m². Uppsteypu er að mestu lokið á fyrsta áfanga verksins, 70 íbúðunum við Jaðarleiti á C reit sunnan við Útvarpshúsið og verða þær tilbúnar til afhendingar vorið 2018. Vinna við annan og þriðja áfanga verksins norðan við Útvarpshúsið er einnig hafin. Áætlað er að afhenda 160 íbúðir á A reit síðsumars 2019. Sumarið 2020 verða svo afhentar síðustu 130 íbúðirnar sem rísa á B reit.

Rúvreitur Efstaleiti

Byggingafélagið Skuggi hefur veg og vanda af uppbyggingu Efstaleitisins og segir Hilmar Ágústsson að þeim hafi þótt heillandi að takast á við það krefjandi verkefni að búa til og skipu-leggja margar og frekar litlar íbúðir fyrir fólk á öllum aldri, en ekki síst ungt fólk, inni í rótgrónu umhverfi. Um tvö ár tók að deiliskipuleggja svæðið og segir Hilmar að samstarfið við borgina sé bæði mikið og ágætt. „Þetta er eitt af fyrstu stóru þéttingarverkefnunum í Reykjavík, sem hefur kallað á margar nýjar ákvarðanir í skipulagi og að hugsa hluti upp á nýtt. Þetta hefur tekið tíma en allir lagst á eitt og gengur nokkuð vel.“