Vök halda tónleika á KEX

Vök halda tónleika á KEX Hostel miðvikudagskvöldið 23. Apríl

icelandic times VokÍ góðu formi eftir vel heppnaða tónleikaferð um Evrópu Hljómsveitin Vök halda tónleika á KEX Hostel á morgun, miðvikudagskvöldið 23. apríl, klukkan 21:00. Hljómsveitin var að ljúka tónleikaferð um Evrópu og er því í góðu formi. Vök er þríeyki og er skipað þeim Margréti Rán Magnúsdóttur, Andra Má Enokssyni og Ólafi Alexander Ólafssyni. Á tónleikum koma þau fram ásamt trymblinum Einar Stefánssyni. Árið 2013 báru þau sigur í býtum í Músíktilraunum og höfðu betur en sveitir eins og In The Company of Men og CeaseTone. Músíktilraunir hafa ætíð verið útungungarstöð fyrir upprennandi tónlistarfólk og eru hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Mammút, Agent Fresco og Vök lifandi dæmi þess. Vök hefur gefið út tvær þröngskífur, Tension kom út árið 2013 og kom Circles út í fyrra. Nýjasta smáskífa þeir er við lagið „Waiting“ sem er enn ein rósin í hnappagat sveitar sem hefur fengið lofsamlega umfjöllun hjá miðlum á borð við New York Times, Noisey og KEXP.

Hogni EÁ undan Vök spilar hljómsveitin Vsitor sem er tvíeyki frá Berlín skipað þeim Lea Maria Fries og David Koch. Vsitor vinna í nýrri plötu hér á landi og mælir KEXLAND eindregið með sveitinni sem spilar sálarfullt rafpopp í anda Rhye, Massive Attack, Daughter og Bat For Lashes. Aðgangseyrir að hljómleikunum er enginn og hefjast þeir stundvíslega líkt og allir tónleikar á KEX Hostel. Tenglar: Heimasíða Vök: https://www.vok.is/ Heimasíða Vsitor: https://vsitor.com/ Heimasíða viðburðar: https://kexland.is/kexcalendar/vok-vsitor-de/ Tóndæmi: Vök – Waiting

Vsitor – Liquid Stars

Bestu kveðjur / Kind Regards Benedikt Reynisson Events / Social Media / Press Kex Hostel / Kexland / Hverfisgata 12 / DILL / Mikkeller & Friends RVK

https://www.kexhostel.is

https://www.kexland.is

Home Page

https://www.dillrestaurant.is

https://mikkeller.dk/mikkeller-friends-reykjavik/

Phone +354 561 6060 Mob. + 354 822 2825