Veitingahúsið Fönix

mynd1
Margir, sem fara saman út að borða, kjósa að panta nokkra mismunandi rétti og svo er smakkað á öllum réttunum líkt og hefð er fyrir í Kína.
Kínverskar kræsingar eldaðar frá grunni

Hjónin Símon Xianqing Quan og Wenli Wang fluttu til Íslands frá Anhui-héraði í Kína fyrir 14 árum síðan ásamt sex ára syni sínum, Aroni Wei Quan. Hjónin unnu um árabil á veitingastöðum í Reykjavík en dreymdi um að opna eigið veitingahús. Það gerðu þau árið 2012 og vinnur öll fjölskyldan nú í veitingahúsinu Fönix. Þar er boðið upp á kínverskar kræsingar sem eldaðar eru frá grunni hvort sem um er að ræða kjötrétti, fiskrétti, sósur, dumplings sem eru kínverskar deigbollur eða pekingönd, sem er elduð frá grunni. „Við erum alltaf með besta mögulega hráefnið,“ segir Aron, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, „og er hver einasti réttur eldaður sérstaklega. Segja má að veitingastaðurinn sé falin perla.“

Margir, sem fara saman út að borða, kjósa að panta nokkra mismunandi rétti og svo er smakkað á öllum réttunum eins og Aron segir að gert sé í Kína. Fönix er t.d. með fjölskyldutilboð auk margs konar tilboða á kvöldin.

mynd4
Við getum boðið alla kínverska rétti sem hægt er að hugsa sér ef fólk er t.d. með séróskir og vill smakka eitthvað ekta kínverskt. Möguleikarnir eru óteljandi.“ – Aron Wei Quan, framkvæmdastjóri Fönix.

Úrval rétta á matseðlinum er fjölbreytt; kjötréttir, fiskréttir, grænmetisréttir, hrísgrjónaréttir, núðluréttir og súpur. Sérstakir réttir eru hugsaðir fyrir yngstu kynslóðina. Hrísgrjón fylgja með öllum réttum.

Hver og einn velur hvort hann vilji að milt eða sterkt bragð einkenni réttinn.
„Við getum boðið alla kínverska rétti sem hægt er að hugsa sér ef fólk er t.d. með séróskir og vill smakka eitthvað ekta kínverskt. Möguleikarnir eru óteljandi.“
Boðið er upp á hlaðborð í hádeginu. Á kvöldin gefst gestum staðarins kostur á að velja á milli hinna ýmsu rétta á matseðlinum.
Viðskiptavinir geta auk þess sótt matinn og borðað heima eða annars staðar og er hægt að panta í gegnum síma og á netinu ef fólk vill taka matinn með sér. Þá er heimsendingarþjónusta á döfinni.
Einnig er um veisluþjónustu að ræða sem færist sífellt í aukana og skiptir þá engu máli hvort um sé að ræða fyrir tvo einstaklinga eða fjölmennan hóp svo sem ef tilefnið er t.d. brúðkaup eða afmæli. „Við erum ekki með fasta rétti eða fast verð hvað veisluþjónustuna varðar; fólk getur komið með hugmyndir að réttum og verðhugmyndir og við segjum hvaða rétti við getum boðið fyrir það verð.“

-SJ

Fönix veitingahús

Bíldshöfði  12
110 Reykjavík
Sími 56 77 888
www.fonixveitingahus.is

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0