River únd bátur | 24.06.17 – 12.08.17
Við bjóðum þér á aðra einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar hjá Hverfisgalleríi, laugardaginn 24. júní kl. 16.00 – 18.00.
Sýningin ber titilinn River únd bátur og fjallar um forgengileika listamannsins sem þarf að svamla áfram eða sökkva til botns. Hvorir tveggja vænlegir kostir í stöðunni.
Verk Davíðs Arnar eru abstrakt málverk og eru jafnan mjög litrík og byggjast yfirleitt á atburðum úr hversdagslífinu. Verkin eru persónuleg úrvinnsla á umhverfi hans sem hann varpar fram í myndmáli sem vísar í teiknimyndir, graffíti, pop list og vestræna listasögu. Bakgrunnur Davíðs Arnar í grafík er einnig áþreifanlegur í verkunum og sá efnislegi grunnur sem hann byggir list sína á.
Davíð Örn vinnur að mestu með lakk og sprey og vinnur oft beint á nytjahluti úr við sem undirlag, ýmist skápahurðir eða borðplötur, og gefur þeim framhaldslíf og nýjan, fagurfræðilegan tilgang.
Sýningin í Hverfisgalleríi samanstendur af innsetningu sem rambar á barmi skynvillu. Í öllum verkunum verður til samofin heild lita og forma sem segja sögur og eru ævintýralega sérstæð og sveipuð dulúð. Sum verkin virðast vera sem hlutar af stærra verki en eru hins vegar sjálfstæðir og sjálfbærir myndheimar. Mörg verkanna á sýningunni eru máluð á nytjahluti og stundum teygja verkin sig út á veggi gallerísins og mynda þannig órofa og draumkennda sjónarrönd. Stíll Davíðs Arnar er í senn flókinn og trylltur.
Í texta Péturs Más Gunnarssonar í sýningarskrá veita gamalmennin Strakt & Súrd sýningargestum leiðsögn þar sem þeir ráfa um og ræða River únd bátur. Upphaf orðaskiptanna er á þessa lund:
Strakt: Ekki byrjar það nú vel.
Súrd: Nú, af hverju ekki?
Strakt: Þetta er alveg eins og síðast!
Súrd: Þú ert blindur.
Strakt: Þetta eru sömu myndir!
Súrd: Hvaða tegund af steik ertu?
Strakt: Tegund af steik!?
Strakt: Sjáðu hægri vænginn á Brúðarbíllinn/Brúðubíllinn.
Súrd: aha
Strakt: Þessi blái litur; hvað ætli hann þýði?
Súrd: Ekkert. Hann bara hefur sín sálrænu áhrif.
…
Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) býr og starfar í Reykjavík og hefur mestmegnis unnið við málverk síðan hann útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og víða erlendis. Árið 2014 hlaut hann hin virta Carnegie Art Award styrk í flokki ungra listamanna.
Frekari upplýsingar veita Sigríður L. Gunnarsdóttir og Ásdís Spanó í síma 864-9692 eða í tölvupósti [email protected] / [email protected]
//
Hverfisgallerí welcomes you to the opening of the exhibition River únd bátur by Davíð Örn Halldórsson on Saturday, 24 June at 4 pm – 6 pm. The title refers to the fleeting existence of an artist who needs to either paddle along or sink. Both equally viable options.
Halldórsson’s exhibition in Hverfisgallerí consists of a colorful installation presented in patterned, at times psychedelic, mixed-media works of which reflect a variety of influences including graffiti, organic structures, textiles and collage. Each piece involves intertwined forms and colors, sometimes narrative, but always fantastically odd and mysterious. As his works are often painted directly onto wood panels, at times even moving from canvas to the gallery wall like a seamless floating dreamscape, Halldórsson’s style is as intricate as it is frenzied.
Halldórsson’s works are often based on events of the daily life; a personal processing of his surroundings, carried out in a visual language, which references cartoons, graffiti, Pop-Art and Western Art History. His background in printing is as well evident in his works and provides the material ground on which the artist builds his practice on. Among his most used mediums are lacquer and spray paint which he applies to found wood like old cupboard doors and tabletops. By doing that he gives a material, possibly considered a left-over or trash, a new aesthetic meaning.
The artist’s works are full of surprises and contradictions and the application of paint within the same work often seems casual and compulsive at the same time. Sweeping, spray-painted gestures and flowing organic forms give the paintings a feel of spontaneity and, yet, they are full of intricate decorative patterns. They often look like parts of larger paintings, as if they had been cut from wall-size panels, but within them one finds self-contained, autonomous worlds.
Davíð Örn Halldórsson (b. 1976) lives and works in Reykjavík. He has mainly worked with painting since graduating from the Visual Arts department of The Icelandic Academy of the Arts in 2002. Halldórsson has held several solo exhibitions in Iceland and internationally. In 2014 he received the prestigious Carnegie Art Award grant to a younger artist. Halldórsson has been with Hverfisgallerí since 2015 and the exhibition River únd bátur is his second solo exhibition at the gallery.
For further information contact Sigríður L. Gunnarsdóttir and Ásdís Spanó at [email protected] / [email protected] or +354 864-9692.
image: Davíð Örn Halldórsson, Skrifborð (natúrtisch), 2017, mixed media on found wood. 71×100 cm. Photograph by Vigfús Birgisson